Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 96
92
glábersalts, hvorttveggja blandað saœan í flösku, sem
kamillute er í, eða þá í þess stað möðru- eða blóðbergs-
te, og svo inngefið á */* tima fresti og sjaldnar. — Með því
veiki þessari fylgja tíðum svo mjög sárir verkir, vilja
menn gjarna lina skepnunni þá, og í því skyni gefa
1 matskeið af „aetheru eðá 15 gr. á hálftíma
fresti og þó ekki opt, en sje hreinn „aether“ ekki til,
mun mega nota Hofifmannsdropa heldur en ekki, jafna
inngjöf, sem líka hefur aether til þriðjunga í sjer, en ef
þetta brestur, þá kamfórubrennivín. Auðvitað linar
hreyflngin skepnunni verkina talsvert, sem maður eigi
gleymir að ítreka, og þó ekki svo, að skepnunni sje
ekki leyft að Ieggjast niður og hvíla sig á milli, er
hún finnur sjer það bezt henta; en með einhverju móti,
svo sem með því að hafa vaðmálsvoð undir kvið skepn-
unnar, og halda þar í sitt hvoru megin, skal maður
reyna að hindra að gripurinn kastist mjög hroðalega
niður, því slíkt má því hæglega valda, að þarmar
springi eða rifni, sem og þvagblaðran, ef hún er spent
mjög, sem opt er, þá veikin er hrein krampakveisa.
Ef núningurinn og stólpípurnar, sem til þess þyrftu
að vera vel volgar, eiga að hjálpa þvaginu áfram, skal
maður í kaflanum hjer um þvagteppu lesa sjer til um
ráð við því.
Hafi maður eindregið að fást við hrossasótt þá sem
af „ormunum“ stafar, (sjá að framan), verður meðferðin
nokkuð önnur en hjer er að framan skráð, einkum hvað
inntökur snertir. Til að hafa ormana, er sýkinni valda,
úr skepnunni, ráða sumir til að gefa inn Hjartarliorns-
olíu, Va lóð þrisvar á dag, eða steinolíu 1 lóð tvisvar
á dag, og þetta þar til ormar losna og ganga vel frá
skepnunni. Aðrir ráðleggja ormdrepaudi lyf, svo sem
„Asafoltida“ (Dyodsdræk) 8—10 grm. í stólpípuna, og