Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 98
94
og gott valllendis hey, en það er þá helzt ungviðum
af hrossa og sauðfjár tægi.
V. Þvagteppa, þvagtregða, vatnssótt,
steinsótt (nýrnaveiki).
Sjúkdómar þessir, sem eiga sjer stað í þvagverk-
færum skepna, eru hjer á landi ekki mjög tíðir, sízt
meðal stórgripa, nema þá helzt hesta, sem ekki ósjald-
an fá þvagteppu, ekki sízt reiðhestar manna; aptur á
móti er að minnsta kosti í sumum sveitum lands vors,
veiki þessi all-almenn á sauðfje, það er að segja sauð-
um og gemlingum af karlkyninu, og er svo að sjá, sem
kvilli þessi sje þar staðlegur, svo sem á haustin og fram
eptir vetri, og er hann alment nefndur vatnssótt; þar
og þar er mjög „vatnssóttarhætt11. Þessu „vatnssóttar"
nafni höldum vjer hjer, þó í rauninni sje rangnefni, en
sem til mun vera orðið af því, að opt er sjúkdóms þessa
ekki fyr gætt á skepnunum, en þær eru „sprungnar"
sem kallað er, en það er, að þvagblaðran, af stíflu
þvagsins, og þar af Ieiðandi útþenslu, er sprungin sund-
ur, sem venjulega er þó að eins á mjög litlum bletti.
Aptur heyrum vjer jafnan nefnda þvar/teppu á hestum,
er, sem sagt, ekki ósjaldan fá þann kvilla, og svo líka
steinsött, sem rjettnefni er, með því þvagsteinar opt
myndast, er setjast svo fastir, annaðhvort í blöðruháls-
unum eða þvagganginum (pípunni). — Yatnssóttarnafn-
ið er að því leyti villandi eða rangt hjer, að það eru
allt aðrar veikjur, sem að rjettu lagi svo heita, sem
sje hvers kyns vatns-samsafn, sem er í einhverjum parti
líkamans, venjulega brjósti, kvið eða hörundi, og ber þá
sýkin nafn eptir þeim stöðum; höfum vjer þegar í fyrra
árgangi rits þessa drepið lítillega á brjóstvatnssýkina
við lungnaveiki, en bæði kviðvatnssýki, sem hörunds-