Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 99
95
vatnssýki, er alls ekki almenn á búpeningi vorum, þó
hin síðari komi í ljós á sauðfje nokkrum sinnum, helzt
mögrum kindum eða veikluðum á vorin, hinn svo nefndi
„lopi“ (horlopi); en hjer er ekki tækifæri eða staður að
minnast frekar á vatnssýkjur þessar, með því þetta
ritkorn vort er ekki heldur að skoða sem neina lækn-
ingabók fullnægjandi í hvívetna.
Einkenni og umdæming: Sjúkdómar þessir, þvag-
tregða sem steinsött, eru aðallega i því fólgnir, að skepn-
urnar geta alls ekki misst þvag sitt, eða þá að þær
láta það með mjög mikilli tregðu, samfara miklum sár-
indum og þrautum, og þá mjög svo lítið í einu, stund-
um að eins í dropatali; og hvað sjúkdómsins útvortis
einkenni snertir, þá eru þau mjög svo hin sömu og lík
jafnan hjá skepnunum, hverra tegunda sem eru, og yfir
höfuð bæði glögg og ákveðin: — Skepnan sem af þvag-
tregðu eða teppu líður, er þegar sýnilega óróleg og ang-
istarleg, Iítur opt aptur með hlið sjer, krapsar með fram-
fótunum, og ber apturfótunum upp í kveðinn, myndar
sig til að kasta þvagi sínu, sem lítið eða ekkert kemur,
leggst og stendur upp á víxl, og er yfir höfuð mjög
líkt þvi, sem hún væri veik af kveisuveiki, en einkenni
hennar eru þegar glögglega skráð í kallanum hjer næst
á undan, og er því óþarfi að ítreka það; munurinn opt
sem sje ekki annar en sá, að skepnan í þessari sýki
liggur venjulega meira; svo er þvaðtregðan ekki eins
augsæ í kveisuveiki, að undantekinni kælingar- eða
krampakveisunni, sem því er næsta lík þessari veiki og
opt af sömu rótum runnin. Sje menn samt í vafa um
hvers kyns sjúkleikinn er, þá má á stórgripum öllum
fara með olíuborinni hendinni inn í endaþarminn, og
þreifa til blöðrunnar, sem þar er rjett neðan undir, og
sem maður finnur þá að vera optast brennheita, um-