Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 100
96
málsmikla og útþanda, og lætur skepnan í ljósi mikinn
sársauka, er maður snertir hana. Sje nýrnabölga, í
skepnunni, sem fyrir kemur líka með þvagtregðu, þá er
munurinn helzti sá, að skepnan Iætur ekki í ljósi sárs-
aukann eins, er á blöðruna er þrýst, og svo er hún þá
optast nálega tóm; en aptur er þá spjaldhryggurinn eða
malirnar mjög sárar skepnunni, og hún sem hálfsliguð
væri. — Þessi stöðugu einkenni eru hin sömu, hvort
veikin stafar af blöðrusteini (þvagsteinum) eða ekki, svo
sem er kvefkend eða krampakend. — Umdœming veiki
þessarar er optast slæm, sjer í lagi þegar þvagsteinar
eru fyrir, sem veikinni olla, einkum af því, að hvorki
þau verkfæri, nje þeir menn eru að jafnaði við hendina,
sem færir eru um að fjarlægja þá; og svo í annan stað,
þá taka menn opt ekki eptir veiki þessari fyr en í ó-
tíma, einkum hjá sauðkindunum. En að þessu fráteknu,
þá má, með viðeigandi ráðum, optast bæði fljótt og vel
lækna kvillann, og nokkur dæmi eru þess, að jafnvel
ólærðir bændur hafa með handlægni sinni og náttúrlegri
þekking fjarlægt þvagsteina, en einkum þó úr þvagpíp-
unni einni.
Orsakir: Þær eru að vísu allólíkar eptir því hvort
kvillinn stafar af þvagsteinum, eða er eindregið krampa-
kendur, eða þá orsakaður af kvefveiki, þ. e. veiki í slím-
húð þvagblöðrunnar, eða jafnvel nærliggjandi líffæra
(helzt nýrnanna þó), en sú veiki fær líka framleitt
blöðrukrampa, o: krampa í vöðva þeim, sem lokar blöðru-
opinu; en að vita með vissu hvor af þessum tveim aðal-
orsökum muni kvillanum valda, er þó ærið nauðsynlegt
í tilliti til meðferðarinnar. Steinar, stórir eða smáir,
einn eða fleiri, sem í blöðrunni myndast úr þvaginu,
gætu bæði stíflað blöðruopið eða setið fastir einhverstaðar
i þvagganginum (pípunni), og þannig hindrað alla útrás,