Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 101
»7
eða þeir við erting slímhúðarinnar og blöðruops-vöðvans
beinlínis valda krampa í þessum færum eða samanherp-
ingi, stundum og bólgu. Steinmyndanir þessar í blöðr-
unni eru sumpart meðfæddar eða þá tilorðnar af orsök-
um, sem mönnum til þessa er ókunnugt um. Fyrst er
sandmyndun (þvagsandur), þá eltast kornin saman, og
svo hleðst æ meir og meir utan á steininn, er stundum
verður fjarska stór tiltölulega. Hinar aðrar orsakir,
sem olla þvagtregðu eða jafnvel teppu fullkomna, eru
hinar næstu eða framleiðandi, bæði snögg liœling, kaldur
drykkur, er skepnan er annaðhvort ákaflega uppæst eða
heit, og svo óholt fóður eða beit á freðið eða hrímgað
gras; á mold- og sandrokinni jörð þykir og „vatnssóttar-
hætt“, að því er sumir segja. Einnig má með orsök-
um telja, að gripir eru við vinnu opt neyddir til að
halda þvagi sínu lengur en þeim er eðlilegt, svo sem
reiðhestar, ökuhestar og uxar, en af því getur krampi
komið í blöðruhálsinn með fullkominni þvagteppu. Hinu
sama geta og harðar gyrðingar apturgjarða einnig til
leiðar komið fyrlr ónærgætni lestamanna. Að síðustu
má vera, að í skaufum hestsins hafi safnast fyrir húð-
flta ásamt þvagleifum, þannig, að þetta hindri hestinn
að koma þvaglimnum út, og þar af komi svo stífla;
þyrfti því einnig að líta eptir þessu og lagfæra það í
tíma, sem auðvelt er.
Meðferð og lœhning: Vjer viljum þá fyrst taka
hestinn fyrir hjer, bæði sökum þess, að mest er í húfl
með haun, og þessi sjúkdómur kemur, því ver, allopt
þar fyrir. — Undir eins og menn verða varir við þvag-
tregðu, og hafa rannsakað gripinn eins og að framan er
fyrir sagt, þá tekur maður hann afsíðis, helzt á þurran
og mjúkan bás, og lætur hann standa þar, án þess að
bjóða honum fóður eða drykk. Missi hann nú ekkert
BflnaBarrit VIII. ?