Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 103
99
hrygg hestsins, og taka svo til inngjafa, sem ank held-
ur mega þegar í byrjun reynast. Meðal hinna þvag-
leiðandi lyfja hafa þá einiber smámulin verið talin einna
fremst á blaði; svo og strandlaukur, og svo fáein fleiri
úr grasaríkinu, sem til lítils er hjer upp að telja, með
því slikt er sjaldnast eða aldrei fyrir hendi hjá bænd-
um.
Hvað þessa veiki snertir hjá sauðpeningi (sauðum),
þá er í rauninni það helzt til ráða, sem þegar er hjer að
framan talið; komist maður að vissu um það, að steinn
er fyrir í þvagfærunum, dugar eðlilega engin lækning
önnur, eii fjarlægja hann með einhverju móti, svo sem
eins og þegar er fram tekið um hesta hjer, og, sem
sagt, hefur bændum nokkrum sinnum tekizt það með
skurði, sem þó er vandaverk1; en sje skepnan „sprungin",
sem svo er nefnt, þá er öll lækning um seinan, og kind-
in, þó hún sýnist, rjett fyrst í stað, frísk eptir að
„sprungin" er, deyr innan fárra dægra, og er það slæmt
að svo fari ketsins vegna, sem þá er slæmur manna-
matur. En því er nú ver, að þessi tegund þvag-
teppunnar, sem sje þvagsteinar, er það, sem venju-
legast er að sauðfje voru. Um hina tegundina er því
minna um að gera hjer, þar hún sjaldgæf er; hin þvag-
leiðandi köldu lyfin, ásamt stólpípunum, duga venjulega
til fulls; smátt malin einiber, annaðhvort ein í vatni
gefin, eða með brennivíni, eða bolli af eini-te með
brennivíni í, þykir ágætt lyf. Aðrir ráðleggja inntökur
') Þese veit eg dæmi, að bðndi, sem skar eptir þvagsteini &
sauð, náði ekki að hafa hann úr þvagganginum, liafði skorið fyrir
ofan hann, en nú náði sauðurinn til að tæma þvag sitt um sárið,
og kom þannig til, og lifði það eptir var vetrar og sumarið, að hann
ljet þvag sitt um þetta op, unz honum var slátrað að haustinu
eptir í góðu standi.
7’