Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 104
100
af terpentínolíu, svo og „gratíuu, sem án efa hefur eitt-
hvað við að styðjast, sem og seyði sterkt af rótartaug-
um grastegundarinnar þalcreyr (Arundo Phragmites), te
af élting o. fl. húsráð. Alkunnugt er um trú manna
hvaðanæfa um land á fínsteyttri „hvalkvörnu, eða þá
„þorskakvörnumu, sem meðali við við steinsótt, svo og
af „mulningumu eða sortulingsberjum, sem raunar hefur
lengi verið talið höfuðráð eða lyf við kvilla þessum.1
Sjúkdómar, og jafnvel steinar líka, í nýrunum geta
valdið kvilla þessum, en rannsókn þess er als ekki
alþýðu meðfæri, og verður því hjer ekki frekar átt við
það. Meðferðin yrði líka í höfuðatriðunum nokkuð hin
sama og hjer er fyrir lögð. Það er að eins þegar menn
eru vissir um að hafa reglulega nýrnábolgu fyrir sjer, að
til blóðtökunnar þarf að taka, og er þá Iátinn blæða 1 pott-
ur úr stórpripum, og jafnframt er til inngjafa hafður salt-
pjetur, l1/^ lóð í vatni uppleyst, og af því gefið inn hvern
eyktar- eða hvern hálftíma; þetta, auk stólpípunnar, sem
nauðsynleg er, ef hægðatregða fylgir með, er bæði að
*) Mjer hefur reynst hjer um bil óbrigðult ráð yið steinsðtt á
sauðfje — hafi skepnan eigi verið því meira aðfram komin — að gefa
inn eptirfylgjandi inntöku: Eg hef tokið ca. 4 lðð af kaffibaunum,
og búið til af þeim svo sterkt kaffi, að lögurinn verði eigi meira
en l1/, peii; saman við það hef eg látið kúfaða teskeið af seltpjetri
eða væna matskeið af sóda. Ef fyrsta inntaka hefur oigi hrifið,
þá hef eg að tæpum klukkutíma liðnum gefið Bkepnunni aptur
samkonar inntöku, en þó breytt um þannig, að hafi eg í fyrstunni
brúkað saltpjetur saman við kaffið, þá hof eg nú sóda. Ef þessi
inntaka hrifur eigi að heldur, verður að gefa skepnunni inn í þriðja
sinn, en vanalega hrífur fyrsta eða önnur inntaka. Degar inntök-
urnar eru farnar að hrífa hef og gefið skopnunni inn ljett kaffi^
eða volgt vatn með uppleystum sóda, með fárra stunda millibili, og
saltað vatn að drekka fyrstu dagana á eptir.
Þess má geta, að aðferð þessi hefur fleirum gefizt ágætlega.
Hermann Jónasson.