Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 109
105
og þegar veikin er nýbyrjuð. Yið vöxt blöðruormsins
ágerast þau þar á móti stöðugt, ogflýta fyrir því bæði
hlý saggasöm hús, mikill sólarhiti, og enda kröpt-
ug fóðrun. Liggi ormasullurinn utarlega í heilabúinu,
þá orsakar þrýsting hans á höfuðbeinið það, að það
rýrnar og þynnist, svo ef á þann blett er stutt, þá gefur
liann eptir, jafnframt því að kindin ber sig mjög ó-
rólega þá. Nái sullurinn ekki út að komast, eða bati
fáist, þá taka skepnurnar til að megrast æ meir og meir,
með því þær iiggja mestan part tíma síns og að lokum
koltna þær út af í krampa og sinateygjum opt eptir
mánaðarþjáningar.
Meðferð og lœkningatilraun. Hún er í stuttu máli
sú eina að eins, að ná út eða fjarlægja ormasuilinn úr
heilabúinu, og þekkja menn til þessa það eina ráð, að
opna höfuðkúpuna, og draga þaðan sullinn út. Þessi
aðferð er allgömul og ekki óalmenn erlendis, og hafa
menn þar til þess hentug verkfæri iíka, hnífa og
tangir; hjer eru slík verkfæri mjög óvíða til, sem
merkilegt er, þar sem þó þessi kvilli er reglulega al-
mennur á sauðfé, en þrátt fyrir það, þá hefur mörgum
bónda og laghentum fjármanni tekizt að ná út sulii
úr heila kinda, og er þeirra aðferð þá þessi: Eptir að
komizt hefur verið að því, hvar sullurinn næst liggur undir
höfuðskeiinni, sem finst er hún er farin að þynnast
fyrir þrýsting lians og álirif, þá flær maðui skinnið af
þeim bletti; því næst sker maður með beittum hníf
svo mikið kringlótt stykki burt af höfuðbeininu, að
maður fái komið verkfæri því að — eða þá fingrunum,
sem eg veit dæmi til að menn hafl eina notað — til
að ná í og draga út sullinn, hvort einn er eða fleiri;
hafi nú ekki hluti sá af höfuðbeininu, sem burtvarskor-
inn, lent í flísar og smámola, heldur haldið sjer, þá legg-