Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 110
106
ur maður hann niður á sinn stað aptur, og síðan skinn-
ið, sem maður tyilir með fínum þræði; en hafi beinið
„splundrast11, sem yenjuiegra er, þar það er svo ör-
þunt og veikt orðið fyrir, þá er það ekki lagt yfir, og
ekkert annað en skinnið tómt, sem líka opt dugar, því
beinið vex þar sjálft aptur undir. Síðan vætir maður
blettinn með „karbólvatni eða sárolíu“, og telst þá þess-
ari lækning þar með að vera lokið. Vér viljum halda
því fram, að menn reyni þessa aðferð ávalt þegar svo
stendur á, að sullurinn liggur fast út við höfuðskelina,
og tii hans finst glögt af linkunni undir, en að eins
benda á, að ófært er að hafa fingurna eina til að draga
liann eða þá út, með því þá þarf op það, er maður ger-
ir á höfuðkúpuna, að vera svo miklum mun stærra, en
ef maður hefði lipra töng, sem auðvelt er að útvega
sjer. En svo er nú sá hængur samt við þessa lækning, að
henni er opt als ekki hægt við að koma, svo sem er
sullurinn er inni í máske alveg miðju heilabúinu, er opt
er, eða að margir og smáir sullir eru, því þá næst
sjaldan til þeirra allra, en þeir sem eptir kunna að verða,
þeir taka þegar að vaxa fjörugt, og vinna um síðir á
skepnunni; og eru þar lítil ráð við, því að opna aptur
og aptur heilakúpuna dugar ekki. — Stundum liggur
sullurinn líka rétt undir hornrótinni, og næst þá als
ekki heldur til hans; hef eg vitað einstaka dæmi að
hornið hefur þá verið sagað af fast við höfuðið, og svo
hefur 8ullurinn sjálfkrafa komið þar út, eða jafnvel út
í slóna á heilu horninu, og getur kindin þá lifað. En
þetta, að saga þannig hornið alveg af, er næsta hroða-
leg lækniug, og hæpin næsta líka, því vissan er engin,
að sullurinn sje svo nærri þar, að þetta að haldi komi
til að fá hann út. — Ef sullurinn er að framanverðu í
enninu, dugar ei heldur hin framanskráða aðferð, en þó