Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 111
107
hafa læknar þar til gerðan holbor (trakar), er þeir fara
með inn, rjúfa sullinn og tæma hann, eða jafnvel ná
honum út, sem vissara er.
Með því höfuðsóttin er þannig vandlæknuð og opt
með öliu ólæknandi, þá ríður umfram alt á að fyrir-
iryggja hana; og með því tilefni hennar er kunnugt nú,
sem sje bendilorma eggin, þá er fyrirbygging kvillans
líka möguleg að vísu. Hið fyrsta er, af hendi bænda
og allra þeirra sem skepnum slátra, að eyðileggja ger-
samiega, svo sem í loganda eldi, alla sulli, sem í skepn-
um finnast, er þær eru gerðar til, „og jafnvel grafa í
jörðu öll höfuð af meinuðum“ kindum, eða að öðrum
kosti taka sullinn órofinn út úr heilanum og brenna
hann, sem raunar dugar, eða helzt heilann allan, ef
smásullir kynnu að leynast þar eptir; svo má náttúriega
leggja sviðin sjer til munns. Þetta alt þarf að gera til
að koma í veg fyrir það, að bendilorma eggin nái hvorki
að lenda í grasið á jörðinni nje í drykkjarvatn, eða í
maga kindanna, þar sem þau svo ákaflega vel ungast
út. En svo þarf í annan stað að gera kröptuga gang-
skör að því, að lireinsa hundana með ormameðulum, og
ef þess er ekki kostur, ætti beinlinis að lóga tafarlaust
öllum þeim hundum, sem menn verða varir við að bera
í sjer bandorma, en það sjest ekki óvíða, að þeir ganga
með stykki og liði af þeim í endaþarminum, sem þeir
skilja eptir hjer og þar, er þeir núa sjer við bæði menn
og hluti, og er þetta svo viðbjóðslegt alt, að óskiljanlegt
er, að menn skuli vera jafn hirðulausir um þenna kvilla
hundanna, eins og menn alment eru, þar bæði líf manna
og skepna er í mestu hættu af þessum ófögnuði. — Eg
fer svo ekki lijer fleiri orðum um þetta, eða aðferðina
við hreinsun hundanna og eyðing þessara bendilorma-
eggja, með því öllum er innau handar að kynna sjer