Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 112
108
hina ágætu ritlinga vors alúðarfulla læknis dr. Jónas-
sens í þessu efni, og fara eptir þeim, en þeir munu auk
þes gefins útsendir vera af landstjórn vorri.
Borið getur við, og all-alment er það erlendis, að ýms
smákvikindi, einkum á sumardegi eða í hitatíð, safnast
fyrir í nösum skepna, svo að nasirnar verða rauðar og
bólgnar, og skepnurnar bera sig tíl líkt og höfuðsótt
hefðu, og eru þetta þá einkum bíflugur, hvepsur og mý-
flugur, sem hjer eru tíðar á landi sumstaðar. Þegar
menn verða þess varir, þá er eitt hið helzta ráð, að spýta
olíu inn í nasir skepnunnar, og jafnvel enn betra að
hafa til þess mjög dauft „karbólvatnu, er flest smákvik-
indi fælast, sem og kamf'oru-dupt. Bezt yrði þó þetta
fyrirbygt með því að bera daufan olíusœtulög á snoppu
skepnunnar, svo smákvikindi þessi sæki ekki að vitum
þeirra, og er því auðvelt að koma við á kúm, sem inni
liggja, og Iíka ám, sem nytkaðar eru á sumrum, og
væri þess sannarlega vert, með því þessi kvilli dregur
úr nyt skepnanna, auk þess sem hann ollir þeim megnra
óþæginda,
En hættulegra er hitt þegar smákvikindi ýms
leggja egg sín í nasir skepna, því úr eggjum þessum
myndast „lirfur“, er skríða inn í heilabúið, og framleiða
þá höfuðsótt reglulega, eða mjög svipaða veiki; augu í
slíkum skepnum eru venjulega mjög skær, stór og fram-
standandi, höfuð og eyru heit að þreifa á, og átlyst
öll hverfur; svo bera skepnurnar og venjulega höfuðið
hátt mjög, hrista það ákaflega, og slím streymir þá opt
úr nösunum, eða þær hnerra því út. Varnarráð við
þessum kvilla eru hin sömu, sem þegar að framan hjer
er sagt, en þó duga þau ekki ef kvillinn er eitthvað
gamall orðinn; ráða menn þá til að láta skepnurnar
anda inn um nasirnar gufu af brennisteini, sem kveikt