Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 113
109
hefur verið á, þó ekki lengi í einu, heldur optar; nær
þá skepnan optast að hnerra þessum sníkjudýrum fram
úr nösunum, eða reykurinn beinlínis drepur þau; eða
maður spýtir (raeð pípu) uppleystu hjartarhornssálti í
nasirnar einu sinni á dag, 2 daga eða svo, sem hefur
alveg sömu verkun og hið fyrra ráð. En sem betur
fer, þá er kvilli þessi sjaldgæfur hjer hjá oss.
Að síðustu viljum vjer hjer í sambandi við höf-
uðsóttina minnast lítið eitt á lieilabolgu eða ígercfarsött í
heilanum, með því búpeningur vor allur getur fengið
þann kvilla, sem einkum þá er hætt við í sterkum sum-
arhita, og svo af hverju því, sem framleiðir sterka blöð-
sökn að höfði skepnanna; líka getur veiki þessi komið
af því, að skepnur sem inni eru, fá oflitla hreyfing, en
hafa jafnframt kröptugt og æsandi fóður, og svo ýmis-
legt fleira, er í þá átt fer, að kamla eða hindra náttúru-
eðli skepnunnar að njóta sín.
Merki þessarar veiki eru þau, að skepnan verður
mjög dauf í fyrstu, hamar sig og hengir höfuðið niður,
höfuð, enni og eyru eru ákaflaga heit, andardrátturinn skjót-
ur, augun þrútin og rauð, eða „rennandi", og standa mjög
fram; munnur heitur, tunga þakiu gráu slími, ogsvofl.
sóttveikiseinkenni. Yfir höfuð eru skepnur, er þenna
sjúkdóm hafa, eins og frávita eða alveg utan við sig;
líkist hann því stundum mjög doðasótt; stórgripir, ef
færðir eru úr stað, taka fæturna hátt upp eða kross-
leggja þá; ef þeir grípa í tuggu eða gras, halda þeir
því opt upp í sjer án þess að jeta það o. s. frv. Sum-
ar fá megnan skjálfta, aðrar ráfa um alveg ringlaðar,
unz þær detta um sjálfar sig, og opt verða skepnurnar
alveg æðisgengnar og hlaupa á hvað sem fyrir verður,
helzt á þetta sjer stað með stórgripi, svo sem hesta
og kýr.