Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 114
110
Meðferð og lœhning þessa sjúkdóms er fyrst og
fremst í því fólgin, að fjarlægja hinar skaðsamlegu or-
sakir til hans, að því leyti, sem þær eru kunnar eða
auðsæjar. Fyrst er, ef veikin kemur í sumarhitum, að
láta skepnuna í vel svalt hús, eða að minsta kosti í
skugga, og strax baða höfuð hennar í isköldu vatni, og
leggja dúka samanvafða og vel vætta í því um höfuðið,
og skipta ört um þá; en jafnframt þessu er svo ráðlegt
að talca shepnunum blöð á hálsæðinni, og það í rífara
lagi, og er blóðtakan í þessari veiki næsta vel viðeig-
andi. Sje sóttveikin mikil í skepnunni, skal viðhafa
ítrekaðar inntökur af saltpjetri, uppleystum í vatni, handa
stórgripum um 1 lóð eða 12—15 grm., sem inn sje gefið
tvisvar eða þrisvar á dag. Þetta er hin helzta lækn-
ing við sjúkdómi þessum, og kemur venjulega að góðu
haldi, ef maður áttar sig á honum í tíma. Sem húsráð
er það, og opt með ótrúlega góðum árangri, að grafa
þessar skepnur niður í mykjuhaug, svo að eins höfuðið
standi upp úr (,,mykjubað“), og er skepnan kemur úr
því, þá þekja hana vel eða láta í hlýtt hús. Skepnun-
um þarf opt að gefa að drekka, en ekkert megnt eða
þungt fóður má bjóða þeim. Eg hef raunar ekki tekið
það nægilega skýrt fram, að ef sjúkdómur þessi stafar af
langvinnri innvortis stíflu eða harðlífi, sem vel má fyrir
koma, þá þarf í tíma að bæta skepnunum það, og fjar-
lægja þá orsök; en þá eiga opnandi stölpípur bezt við,
enda hvort sem er í veiki þessari, ef bráðlega lætur
ekkert undan hinum framantöldu ráðum.
VII. Miltisbruni eða miltisbráðdauði
(blóðsýki, lilaupandi bruni eða kaldadrep, kolbrands-
lieiuiakoma, kolbrands-kýlasött eða pest).
Sú veiki, sem erlendis er alþekt, og í vissum lönd-