Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 115
111
um all-algeng, undir þessu nafni og nöfnum, kemur að
dómi ýmsra lækna vorra (dr. Hjaltalín sál. o. fl.) einnig
fyrir kjer endrum og sinnum, á vissum stöðum sjer í
lagi, eða stingnr sjer niður (endemisk-sporadisk), og er
þá hjer sem alstaðar ein kin argasta pest, sem fyrir
getur komið, og sem lítið við ræðst. Sýki þessa tek eg
nú hjer upp með, eigi af því, að eg treystist til að leggja
við henni nein framúrskarandi ráð, heldur einkum til
þess, að almenningur fái lýsing af henni, og eigi þannig
fremur hægt með að þekkja hana og greina frá öðrnm
bráðasóttum, sem öldungis nauðsynlegt er; — en svo
líka til að benda á, að ýmislegt, er eg hef kynt mjer,
i ráðaskyni, henni viðvíkjandi, er sumt hvað einnig vel
mætti að haldi koma.
Einlcenni og unibæming: Yeiki þessi, sem er sjer-
lega bráð venjulegast og hættuleg, tekur einkum jórtur-
pening allan, en sjaldnar miklu hesta, og er yfir höfuð
fólgin i snöggri blóðspilling, eða að eðlileg samsetniug
blóðsins breytist og raskast, og kemur hún langoptast
fyrir á hinum heitu mánuðum ársins, svo sem júní,
júlí og ágúst, og tekur vel fóðraðar og vænar skepnur
opt öðrum fremur.
Erlendis, þar sem sýki þessi er almennari en hjer,
er hún ýmislega aðgreind; einkanlega er greining þessi
í því fólgin, hvort það er hin ofsalráða tegund, er ávalt
drepur skepnuna innan 24 stunda, og opt að nokkrum
mínútum liðnum, eptir það að á henni sjest, eða það er
hin meir hœgfarandi tegundin, sem þó jafnaðarlegast
drepur innan 8 daga. Önnur aðgreining er í sauðfjár-
miltisbruna og nauta-miltisbruna (nautapest). Hinar
fyrri eru jafnan bráðari, og læknast sökum þess nálega
aldrei; er þá veikin opt nefnd blóðsýki (Blutseuche) á
sauðfé, og merkist þá opt alls enginn aðdragandi henn-