Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 116
ar.1 Skepnan, sem fyrir sjónum manna er heilbrigð og
frísk, jafnvel að jeta með næði, er alt í einu orðin yfir-
fallin, og drepst, án þess nokkurri tilraun til hjálpar
henni verði viðkomið; er þá drep í einhverju líffæri
hennar innvortis, en langoptasí í miltanu. Stundum
fær hún miklar krampateygjur þegar innan fárra mín-
útna, eða hún legst, og líggur unz hún er með öllu mátt-
vana, og fær ei reist sig; andann dregur hún angistar-
Iega og þungt, og gengur kviðurinn mjög; þannig bíða
fáeinar stundir, þá fer hún að froðufella, svart og
hlaupið blóð feilur frá þarfaopunum, og nú á hún skamt
eptir. — Ekki alveg eins bráð er sú tegund sýkinnar,
er erlendis er ýmist nefnd hlaupandi-bruni eða holbrands-
heimahoma; á lærunum innanverðum myndast þá svart-
rauð eða bláleit kvapbólga, er brátt verður köld og
tilfinningarlaus — kuldadrep — og jafnframt vætlar út
úr henni blóðblönduð eða rauðleit ylgja. Samfara þessu
er skepnan auðsýnilega fárveik, með áköfum sóttveikis-
einkennum, er harðna meir og meir, nnz hún deyr eitruð
af „miltisbrands“-sýkinni. — Fyrirboðar þessara tegunda
eru opt kaldir fætur neðan og svo eyrnabroddar, linja
eða aflleysi í apturpartinum, og ef skepnan er „í nyt“,
*) í ritgerð sinni í 1. ári Heilbrigðistíðendanna segir Snorri sál.
dýralæknir, að bráðafárið heiti á þýzku „Blutseucbe" eða blóðsýki,
og því boinlínis ein tegund eða grein miitisbrunasýkinnar; en þetta
mun þó ekki alskoBtar rjett vera. Bráðasðtt vor finBt eigi með
neinu ákveðnu nafni i hinum útlendu dýralækningabðkum, með því
hún er hjer alinnlend, en náskyldar veikjur aptur lienni, svo sem
þessi nefnda og fleiri, og tel jeg einkum þar til „Schafpest“, „Lös-
erverstaphung“, scm til meltingarsýkja beyrir, og svo til saman-
burðar „Blutschlag“ og „Ruckenblut", sem auðvitað eru miltisbruna-
tegundir, og jafnvel „Fáule“, sem er blelkjusðttarkynjuð sýki, og
þarí alt þetta að berast saman, ef eptir hinum útlendu bókum
skal fara.