Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 117
113
þá missir hennar. Þessum verkjum tekur maður ekki
eptir, af því að skepnan heíur enn matarlyst. En svo
kemur snögglega skjálpti eða titringur í hana alla, ásamt
stun og mæði og miklum óróleik, og þó regluleg „doða“-
köst á milli, og svo öll hin áðurnefndu merkin, froðu-
fall o. s. frv., og svo — dauðinn.
í öllum hinum langvinnu tegundunum (ef svo mætti
kalla) eru einkennin hjer um bil á þessa leið: Fyrst
merkist magnleysi, lystarleysi og að mjólkin hverfur úr
hinni mylku skepnu. En brátt ágerist sýkin og skepu-
an „dregur ekki lengur hár í sig“; eyru, granir, horn,
eru ýmist brennheit eða köld; menn merkja teygjur eða
brettur í húðinni, einkum á lendunum, og er sem aptur-
hluti skepnunnar kíttist áfram; andardráttur er þungur
eða hixtandi, stöku sinnum eiuber hósti; augun eru
starandi og dauf og full af vilsu, eða vogur af þeim
rennur; froða fellur þá og af vitum sumra skepna og
seigt slím út úr munninum á flestum, og er hann næsta
heitur; hárbragð er úflð, og hjartað slær hart og títt.
Hægðir hefur skepnan sjaldan, og eru þá harðar og
blóðdrefjaðar, en er álíður sýkina linast þær.
Optast er það, að minsta kosti erlendis, í sýki
þessari, að ýmiss kyns bólga, þjóttur og kýli koma fram
á ýmsum stöðum á kroppnum, svo sem hálsi, höfði,
brjósti, enda á rifjunum, og nefnast þau ýmsum nöfn-
um, og sýkin líka eptir því; þannig er á nautgripum
talað um „karbunhúhiu-sýki, sem tegund miltisbrunansjþá
brjótast þessi kýli út (karbunklar), annaðhvort þegar í
byrjun veikinnar eða þegar líður á hana, á ýmsum
stöðum; eru það ýmist harðir, afmarkaðir, sárir bblgu-
hnútar, eða linar bölguþjöttur, sem strax í byrjun eru
öviðkvœmar og jafnvel kaldar-, vætlar út úr þeim gul-
leitur vogur. Þegar þessar bólgur eða kýlamyndanirnar
Búnaðarrit VIII. 8