Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 118
114
hafa brotist út, vægir optast í sýkinni, og ber til að
bati kemur opt upp úr því, en opt er þetta ekki nema
um stundarsakir; öll sjúkdómseinkenni espast aptur, og
gripurinn ferst frá 3.—7. dags. — Á sauðkindum og
svínum koma opt fram í sýki þessari hjer og þar á
kroppnum rauðir þrymlar eða rákir og flekkir, er brátt
verða bláir og kolbrandskendir; er þetta einkum innan
á limum, og er þeir eru komnir út, deyr skepnan von
bráðar. Slái miltisbruna-eitrið sjer á tunguna, nefnist
þessi miltisbrunakenda munnsýki, er kemur fyrir á hest-
um, nautum og sauðfje — „tungukrábbiu, og hjá svínum
„byggkorn (Hordeolum); er þetta ein hin viðbjóðsleg-
asta tegund sýkinnar; tungan rotnar upp og pestar-
eitrið berst niður í háls og maga skepnunni, breiðandi
út rotnun, drep og dauða; samskyns kemur fyrir í enda-
þarminum, ýmsum nöfnum nefnt; en hjer er óþarfi sliku
öllu að lýsa. Innri líflæri þau, sem veikin iiefur að-
setur í, eru með drepi í, hlaupin svörtu blóði; milticf
er náiega undantekningarlaust þrútið, stórt og bólgið,
eða eins og svart blóðhiaups stykki; svartir blóðpollar
finnast stundum innvortis, sem og kolbrandsblettir, og
hold og húð blátt og blóðugt, og sá, er eitt sinn sjeð
hefur, gleymir eigi skjótt aptur þeirri sjón, er hin ill-
kynjaða „miltisbrands“-sýkin hefur að færa.1
Orsakir; Þessi sýki er allslæm, sem kunnugt er,
og svo er vogur og vilsa sú, sem frá miltisbrands-sjúkum
‘) Hin nýuppkomna „skinnapestu, som hjer og þar gerir nú
nærri árlega vart við sig hjá oss, er talin regluleg miltlsbrunasýki,
er með hinum útlendu skinnum, er i verzlununum flytjast, komi, og
or líklegt að svo sje. Er því rjett að bera hana hjer sam-
an við, og reyna við hana það, som í þessum kafla um miltis-
hruna er fram tekið. En þörf væri á að þessar húðir allar hættu
að flytjast, væru fyrirboðnar, og mun eins dæmi, að inn i kvikfjár-
ræktarland þurfi skinn að flytja, eins og hjer.