Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 119
115
skepnum flýtur, eitruð, að lendi hún í sár eða húðlausa
staði á öðrum skepnum, er bani vís, og hafa slík slys
allmörg hent. Um sóttnæmið sjálft, sem orsakar miltis-
bráðdauða, eru deildar meiningar manna, sumir eigna
það bakteríum beinlínis, aðrir ætla það bundið vissu á-
sigkomulagi lopts og þó einkum jarðvegsins, því miltis-
bráðdauðinn heldur sjer við viss héruð sjerstaklega, og
þau hjeruð eru til í sama landi, þar sem hann aldrei
kemur fyrir, þótt sýkin æði um hin. En svipað er það
með miltisbruna og kóleruveiki, að þessar sýkjur báðar
elta upp staði þá, þar sem safnazt hafa fyrir rotnað-
ar leifar dýra og jurta, þannig meðfram fljótum, er
mannmörg bygð er við, svo og þar sem lágt liggur og
yfir flæðir, einnig þar sem votlent eða mýrlent er frem-
ur en hitt, eða jörð vanræktuð. Þar sem miltisbruninn
á annað borð er landlægur, þar hlífir hann, er hann
rýkur upp, engri skepnu nálega, ef hin framleiðandi
skilyrði eru fyrir hendi; hann tekur þá jafnt ungt og
gamalt, karl- og kvenkyn, hraust og vanheilt, og hvaða
kynþátt sem er. — Hinar framleiðandi orsakir eru eink-
um molluhitar, kuldar ofan á rigningar, krapableytu
veður, ofhitnan gripa við vinnu, mjög kryddaðar eða
mjög þembandi fóðurtegundir, og svo skemt fóður allra
tegunda, vatnsskortur o. s. frv.
Meðferð og lœkning þessarar sýki er einatt árang-
urslítil bæði af bænda og lækna hálfu. Eg hef hjer
einkum ætlað mjer að lýsa allgreinilega veikinni, að menn
ekki þyrftu að villast á henni. En samt má nú ýmis-
legt reyna við miltisbruna, og eru af lyfjum þau jafn-
an bezt viðeigandi, sem áhrif hafa á blóðblöndunina,
en það eru hinar ýmsu sijrur. Nafnkunnur þýzkur
dýralæknir mælir eindregið með saltpjeturssýrunni (add.
nitri) við miltisbráðdauða nauta, eins og honum er hjer
8*