Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 120
116
að framan lýst; ræður hann til að gefa 20—30 dropa
af sýru þessari í vatni, hvern klukkutíma. Sama er að
segja um „arseniku (rottudupt); eru það einkum homö-
opatharnir, sem halda því lyfi fram; er af því — homö-
opathiskt tilbúna lyfi — gefnir 8—10 dropar 4 sinnum á
klukkutíma eða jafnvel optar. E>egar þetta lyf hefur náð
að draga úr sýkinni, er svo farið að gefa saltsyru
x/4—V, lóð í 1 pela vatns, 2. til 4. hvern klukku-
tíma, og kemur þetta mjög opt að góðu haldi.
Kvapkendu kýlin eru skorin upp, og skurðsárin þvegin
eða „pensluð“ úr „kreosotu-\atni. „Kreosot“-lyf er og
til inngjafa haft, er helzt á við, er maður þykist vita
að framleiðandi orsök sýkinnar sje skemt og spilt fóð-
ur. Þegar allra fyrst ber á sýkinni, hefur stundum
heppnast að brjóta hana þegar á bak, með því að við-
hafa steypiböð af köldu vatni, og sje skepnan svo strax
að því búnu þurkuð, látin í hlýtt hús, og, sem bezt er,
þakiu hlýjum voðum. En hinar illkynjaðri tegundir
verða þó naumast þannig Iæknaðar, og aðgætanda er,
að þær tegundir miltisbrunans, sem útbrot eða kýla-
myndun fylgir, að á þeim tegundum má ekki viðhafa
kalda baðið. Kindum má blóð taka ef feitar eru, en
sje þær magrar, sje eg að menn í þess stað ráðleggja
að gefa þeim seyði af ýmsum berki, blandað dálitlu af
ediki og góðri sýru, einnig brennivíni, sem staðið hefur
á hvannarótnm; fari kindinni þá samt versnandi, reyna
menn að taka blóð, líka setja stólpípur mýkjandi. Ýmsir
álíta að mjög á ríði að hinar sjúku skepnur fái sem
mest að drekka, og sje vatnið saltað vél, og saltpjetur
ráða meDn til að gefa inn 1 eða l1/^ lóð uppleyst í 2
mörkum vatns, og þar af liverri kind 2 matspæni nokkr-
um sinnum á dag. Þetta er nú einkum viðvíkjandi
sauðfje, og ráða læknar jafnframt þessu til að svæla vel