Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 121
117
hóa þeirra með „klórreyk11 venjulegum, en til að bóa
hann til þurfa 2 lóð af matarsalti, 1 lóð af brúnsteina-
dupti. og sje á þetta helt sterkri brennisteinssýru, og í-
trekað eptir þörfum. — Sama er það og um veiki þessa
á stórgripum, að menn ráðieggja llóðtökuna á hálsæð,
og sje Iátið blæða 2 merkur, iíka setja þegar baun eða
baunir framan í hóstið, og gefa gripnum inn saltpjetur,
2 lóð uppleyst í vatni, þetta á hverjum morgni í marga
daga, og er af öllum þessum ráðleggingum auðsætt, að
veikin hjer umrædda er hin eindregið hægfarandi teg-
undin, og að þessi aðferð er eiginlega hin fyrirbyggj-
andi.
En þegar sýkin er reglulega byrjuð á skepnunni,
þá eru hjer um bil að öllu leyti hin sömu ráð viðlögð,
sem sje að „taka blóð“, „setja baun“, og svo gefa henni
saltpjeturinn, og á þá að gefa henni inn þrisvar sinnum
á dag, hálft annað lóð í vatni, og blanda þar í síropi
og hunangi. Einnig viðhal'a „pípu“, 2 sinnum daglega.
Þetta eru þrautatilraunirnar hjá hinum eldri læknum,
og svo ráðleggja þeir ýms rótaseyði, og af berki alls-
konar, malurt og kamillublómum, og blanda við hverja
1 mörk af seyði 1 pela af brennivíni, og 1 pela af ediki;
auk þessa á að viðhalda köldu böðunum kostgæfilega,
jafnvel þótt skepnan skjálfi, en núa hana þurra á milli,
svo og að ítreka blóðtökurnar, ef skepnan er liraust vel
og holdug, en samt ef kýli og bólguhnútar eru hlaupn-
ir út um kroppinn, þá má ekki viðhafa blóðtökur eða
hinn kalda vatnsaustur, heldur í þess stað skera í alla
þessa hnúta, og færa út vog þann, sem innifyrir kann
að vera. Sje sýkinni samfara munnveilcin, og blöðrur
sje á tungu og gómum skepnunnar, þá verða menn
umfram alt að gæta að því, að þær sitji ekki þar til
gat kemur á þær, eða þær spiinga af sjálfu sjer, því