Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 122
118
þá breiðist eitrið úr þeim ofan hálsinn og niður í maga
og garnir, og þá er dauðinn vís. í þess stað tekur mað-
ur alment skeiðarblað (blikk- eða tinskeið), og skefur
allar þessar blöðrur og bólur, sem bezt maður fær, úr
munni skepnunnar, og hreinsar svo munninu á eptir með
Ijereptsklút vættum í olíu. Að því búnu blandar mað-
ur fáeinum dropum af arsenilci í homöophatiskri þynn-
ing í skeið af vatni, og vætir með því góma og tungu
nokkrum sinnum á dag. Yið þetta verk ættu menn ald-
rei að vera með berum höndum, að miltisbruna eitrið
snerti ekki bert hörund, sem jafnan er hættulegt. Held-
ur maður síðan áfram að viðhafa við þessari útbrota-
kynjuðu tegundinni bæði „arsenik11 og merhurial lyf,
helzt homöopathiskt tilbúin. Smáskamtarnir af þessum
eiturlyfjategundum verka prýðilega, því með þessu hef-
ur opt lækning fullkomin tekizt. Alt er hjer undir því
komið, að geta rjett ákvarðað sjúkdóminn í byrjuninni,
og til þess er lýsingin hjer að fram, og svo að vera
skjótur til með hjálpina, áður en drep og dauði er í
nokkra líkamsparta eða lífíæri skepnanna komið. En
í þriðja lagi, þá verður aldrei of vel varað við, að hafa
alla gætni við, að eitrið komist ekki á neinn veg að
manni sjálfum, og þeir sem skepnunum hjúkra mega á
meðan ekki koma nærri öðrum heilbrigðum skepnum,
og með lcarbólvatnsþvotti og öðrum sóttverjum verða
menn, að öllu loknu, vandlega að hreinsa sig. Annars
hefur reynzlan sýnt að hinar mjög svo bráðu tegundir
sýki þessarar eru ekki nærri svo næmar (smittende)
sem hinar langvarandi og hægfara tegundirnar. Fj'rir
þeim, sem lækna vilja miltisbrunann yfir höfuð, þarf eink-
um það að vera vakandi, að Itoma efnasamsetnivg blóðs-
ins í rjett horf, en til þess miða umfram annað allar
jurtasýrur og svo steina, sem bezt er að blanda í drykkj-