Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 125
121
2. Hin innvortis bólga eða vefbólga júgursins, reglulegt
júgurmein. 3. Kolbrands- eða' drepbólga í júgrinu þ. e.
kaldadrep; er greining" þessi bæði eðlileg og allnauð-
synleg, að því er til meðferðar og lækningar kvilla þessa
kemur, og svo fer umdæming eptir því, með því hin
fyrsta tegundin er venjulega hættulaus, en hin siðast
talda mjög viðsjárverð og einatt drepandi, ef hjálp kem-
ur eigi í tíma.
Hin einfalda júgurbólga, það Bem kallað hefur ver-
ið „undirflog11, á hjátrú bygt, livað orsökina snertir,
(„það hefur flogið undir ána, tekið undir)“, er innifalin
i rauðum heitum þrota, sem ýmist er í hörundinu, eða
bandvef þeim, sem yfirborð júgursins myndar, og sem
venjulega dreifir sjer um alt júgrið, og stundum fram
fyrir það; þessi þroti er linur, eitthvað þykkildislegur,
en aldrei spentur eða harður, og gefur far eptir fing-
urgóm, er þó fljótt hverfur. Mjólk í júgrinu minkar
optast við bólgu þessa, en breytist þó ekki í samsetn-
ing sinni, og venjulega er þrotinn, sem er heitur,
fljótur til að dreifast. Á sumrin kemur þessi
bólga, sem flest júgurveikindi í ám, helzt fyrir, og
eru opt skorkvikinda eða pöddu yrmlingabit orsök
hennar, — en aldrei steindepillinn, eða að júgrið hefur
komizt við af einhverju hörðu, og orðið fyrir hnjaski,
— máske mjaltakvenna — og bólgnað af þeim orsök-
um; svo getur og kæling og dragsúgur, er skepnunni
hefur verið heitt fyrir, valdið kvilla þessum; sem þó
eins og betur fer, er ekki hættulegur. — Ráð við kvill-
anum er að þvo júgrið nokkmm sinnum með vólgu sá'pu-
vatni, þerra það vel á eptir, og svo jafnframt bera á
það ósaltað smjör, fötafeiti, eða gott ly'si, alt, eptir því
hvað íyrir hendi er, og dugir þetta optast alveg. En
verði það ekki bráðuro, er ráðlegast að bera einhvern