Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 126
188
sterkara áburð á, sem síðar er bjer getið, svo sem helzt
blauta sápu og brennivin, eða þá lysi með terpentínu í,
og jafnvel gefa skepnunni inn laxersalt til hreinsunar.
Sem varnarmeðul við þessum kviila á ám um fráfærur,
og reyndur ailri júgurbólgu, hafa menn ráðlagt að bera
hrjátjöru á júgrið, og má vera að það eigi vel við, en
er nokkuð áhrifamikið, betra þá að sjóða það með hrá-
tjöru blandaðri mjúkri feiti einhverri, og þvo það svo á
milli af með volgu sápuvatni, áður en mjaltað er, og
yfirhöfuð er hreinlætið hin bezta vörnun.
Eiginleg júgarbólga eða vefbólga í júgrinu og júgur-
mein, hefur ávalt dýpri rætur en hin hjer fyrgreinda;
aðsetur hennar er í holdvef júgursins sjálfs eða júgur-
kirtilsins, og er venjulega að eins einhver hluti hans
undirlagður, fjórði partur, helmingur, en júgrið sjaldn-
ast eða aldrei alt. Bólga þessi er jafnan spent og
hörð, lika ósljett eða hnútótt áþreifingar, heit og mjög
sár viðkomu. Byrjar hún opt í einum spenanum, er þá
verður harður og stífur og jafnvel með sprungum og
sárum á. Skepnurnar þola venjulega hvorki að láta
sjúga sig eða mjólka, og verður maður stundum að beita
við þær hörðu til þess, því nú ríður mest af öllu á því
að mjólkin náist sem bezt úr þeim, og eigi sízt hinum
veika spena; mjólkin, sem næst, er opt kirnuð eða hlaup-
in, og blóðdrefjum menguð. Bólgan breiðist frá hinum
veikta parti júgursins opt um það alt, og fram á kvið-
inn, og almenn sóttveiki tekur nú skepnuna, sem mjög
á líka bágt með að ganga fyrir bólgunni. Sjúkdómur
þessi endar með einu af þessu þrennu: að bólgan
dreifir sjer og hverfur, að ígerð kemur í hana og júgr-
ið sleppur meir eða minna laskað, skepnan verður ein-
spena, þríspena o. s. frv., eða að harðir hnútar myndast