Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 127
128
í júgrinu, sem vara við, og það eins og þornar upp, og
skepnan verður íramvegis algeld.
Orsakir til júgurmeins eruýmsar, opt og einattsú fyrsta
sú, að skepnan er ekki sogin eða mjólkuð út til fulls, svo
mjólk náir að „stimla“ í júgrinu, og stíflar mjóikur-
æðarnar. Svo getur og bólga myndast inni í mjólkur-
kirtlunum sjálfum, orsökuð af að júgrið kefur kramizt,
mætt höggum eða illu hnjaski; einnig ef júgrið mjólk-
urfult er of hart eða ótt mjólkað, við það pressast
vökvi út úr holdvefnum, er getur orsakað samvöxt,
þrymla og þykkildi í júgrinu. Svo getur enn orsök
verið veiklun eða sjúkleiki með skepnunni, og enda
snögg veðrabrigði.
Það er til meðferðar og lœkninga júgurmeinsins kem-
ur, þá er synd að segja, að ekki sje um allauðugan
garð eð gresja, einkum að því er snertir hina ýmsu og
margsamsettu áburði á júgurmeinið, alt ofan frá sam-
blandi af terpentínolíu, rósmarinolíu, bómolíu og salmíak-
spíritus, eða þá samblandi af bulmeurt-extrakt og al-
thea salve, alt niður að „jöfnum pörtum“ af kúa-
mykju og matarsalti eða morknum hákarl o. fl. þess
kyns, og má víst minna gagn gera! Hið vissasta ráð
og affarabezta við nýbyijuðu júgurmeini er nú samt
Uóðtaka, og svo dreifandi áburður, annaðhvort blauta-
sápa og brennivín hrist saman, eða þá ediksbianda
(helm. edik sterkt og helrn. vatn), eða þá i þriðja lagi
1 hluti pottösku, 3 hlutar blautasápu og 12hlutar vatns,
er alt sje vel samhrist og iðulega borið á og baðað úr.
En svo er hjer enn eitt aðalatriði, það, að reyna með
öllu móti að ná mjólkinni úr júgrinu og stiflunni úr
spgnanum, ef fyrir er, og sje nú mjólkin hlaupin og
stifluð í júgrinu, þá ráðum vjer raunar alveg frá blóð-
tökunni í það sinn, en í þess stað skal nú viðhafa