Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 128
124
mýkjandi volga baJcstra, og eru beztir þar til rófubakstrsr,
þ. e. soðnar næpur og rófur, og svo hnoðaðar í mauk
með nokkru af feiti í og allheitir við lagðir, eða þá al-
mennur grjónabakstur, sýrubakstur, nýr ostur eða því
um líkt, sem fyiir hendi er, og allir kunna að tilbúa;
ekki mega þeir heitari vera en að maður þoli að leggja
hendina við þá; bakstrar þessir mýkja og þenja út
holdvefinn, dreifa bólgunni og ljetta þannig fyrir með
að ná hinni hlaupnu mjólk úr júgrinu. Meðan speninn
er „blindur11 af hlaupnum mjólkurkornum, eða mjólkin
næst alls ekki úr júgrinu, gagna áburðir ailir lítið.
En sjeu hnútar eða þrymlar í spenum og júgri, skal
rækilega núa þá með volgri feiti eða olíu, eða af og til
núa júgrið sjálft með flötum lófanum, og það rækilega
í hvert sinn; annars eru hamförusmyrsl lang kröptug-
ust til að eyða þessum þrymlum og hnútum, og lina
bólguspenninginn í júgrinu, en það þykir að þeim, að
kamfóran, þannig viðhöfð, rýrir mjólkina eða „geldir
upp“, og mun það þó, er svo ber undir, tilvinnandi.
Nái maðr ekki með handbragði mjólkinni út, og gang-
urinn sje alveg teptur, þá er hið eina ráð að fara með
hinni þar til gerðu mjölhurpípu1 inn í hann, með mestu
aðgætni samt, þar til mjólkin tekur að renna út; en
með bandprjón eða því um líku er alveg óréðlegt að
gera þetta. Hina mjóu mjólkurpípu Iætur maður sitja
inni unz öll mjólkin virðist vera runnin út; næsta sinn
‘) Þaö verður nærri ómögulegt fyrir bændur bvo í nokbru Iagi
fari að fást við ýmsa kvilla húsdýra sinna, nema þeir cigi og
hafi við hcndina ýms bandhæg verkfæri, svo sem þessa mjðlkur-
pípu, sem stundum er óumflýjonlega nauðsynleg. Sama er um „bol-
borinn11 eða „skeiðaborinn11 (Trokar), er opt er eina athvaifið í upp-
þembusýki, gðða stðlpípu, sem jaínvel mjög víða vontar o. fl. þess
kyns. Gcta ntnn líka fitt þetta í fameining svo vel fari.