Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 129
125
reynir maður að mjólka spenann reglulega, enn dugi
það ekki enn, þá tekur maður aptur til mjólkurpíp-
unnar. Hjer eru þá þau ráð talin, sem skynsamlegust
eru við kvilla þessum, og sem venjulega að góðu haldi
koma. Að eins er þess hjer ógetið enn, að opt gefur
það beztu ruun í nýbyrjaðri veiki þessari, að gefa
skepnunum inn eitthvert hreinsunarsalt, svo á þær
hlaupi; er þetta einkum þá, er mönnum er grunsamt
um, að einhver vanheilindi eða innvortis sýking valdi
júgurbólgunni; þá er hreinsun þessi mjög vel við eig-
andi og lækning júgurmeinsins á eptir að mun greiðari.
Þá er hjer eptir að síðustu að fara fáeinum orðum
um hina þriðju og verstu tegund júgurveikinda, hið svo
nefnda káldadrep, og er það eiukennilegt, að það kemur
trauðlega fyrir hjá öðrum húsdýrum en ærpeningi —
líka geitum —, og er í því fólgið, að í hina upphaflegu
júgurmeinsbólgu hleypur þegar drep, optast innan 2—4
stunda eða þar um bil; merkist það á því, að skepnan
lætur alls ekki sjúga sig eða mjólka, og á þegar bágt
með að hreyfa apturfæturna. Á hið sýkta og jafnframt
harðbólgna júgur koma þegar bláir og gulleitir flekkir,
sem eitthvað linir eru og tilfinuingarlitlir, og er í þá
er skorið, dreitlar blóðylgja úr þeim dökkleit, eða óhreint
blóðvatn. Auðsæ almenn veiklun fylgir með þessu í
skepnunni, magnleysi og deyfð, og ferst hún opt innan
tveggja til þriggja daga. Samt ber það opt við, að ær
„tóra af“ með kaldadrepi; grefur eða rotnar þá hið
sýkta júgur að mestu eða öllu leyti burtu, og megrast
skepnan mjög á meðan og tekr mikið út, en nær þó
um síðir að gróa og ná sjer aptur, þó júgrið sje farið;
þó tekst stundum að fyrirbyggja að svona fari.
Yfir höfuð viðhefur maður hjer þá hina sömu aðferð
og ráð, sem að framan hjer eru fyrirlögð, sjer í lagi