Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 130
128
bakstrana, og svo hina sterkari aburði, en það eru þeir
sem ýmist blautasápa eða kamfóra er i. En svo er
drepið tekur að færast í júgurmeinið, sem þekkist glögt
á hinum blágulflikrótta lit á bólgunni, og að hún er
köld með blettum, þá duga ekki þessi ráð ein, og þá
er einn kostur að skera skurði langsetis í bólguna, þar
sem hinir linu blettir eru, og láta dauðablóðið og vog-
ylgjuna ná sem bezt að renna út; því næst þvær maður
þessi sár úr volgu vatni, og ber nú á sárafletina kar-
bblvatn eða sárolíu, eða aðra slíka rotnunarverjandi á-
burði; er og vel fallið að væta „línskaf“ í karbólolíunni,
eða karbólvatninu, og fyila sárið þar með og ítreka
þetta eptir þörfum. Sje sárið þegar daunilt, og blæði
af og til úr því, þekkjum vjer ekki lyf betra þar við
enn kreosöt, sem þá er brúkað eins og sárolian, eða
ýmist blandað vatni eða feiti. Með þessum ráðum og
lyfjum má tíðast bjarga skepnunum ef vel er um hirt.
Mikið ríður á að skepnur þessar haíi kjarngott og lyst-
ugt fóður, og flýtir það mjög fyrir farsælum bata. Til
þess heyrir þá líka að gefa þeim mjöl í vatni þeirra.
Harða hnúta eða þrymla, sem eptir vilja verða í júgr-
inu, skai maður núa á kamfóru-smyrslum, er langbezt
eyða þeim.
Sprungur þær er skepnur títt fá í þurrum og
heitum sumrum, er einkar gott að bera fóiafeiti á, sem
fáeinir dropar af karbölolíu hafa verið látnir drjúpa í;
svo er og glycerin gott til hins sama; en sjeu sprung-
urnar djúpar, er ráðlegt að „pensla“ þær með „aloe-tink-
túruu eða þá fínsteyttu álúni hrærðu út í eggjahvítu.
Annars er gamalt og gott ráð, við öllum sprungum
og sárum á spenum, vállhumalssmyrsl, er vænta má
að allir kunni að búa til. Áður en mjaltað er, þarf
að bera á spenana mjólkurfroðu, mjúka feiti eða olíu,