Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 132
Um tamningu hesta.
Eptir Ounnar ólafsson.
Það má víst fullyrða, að fáar þjððir noti hesta
til reiðar eins mikið og vjer íslendingar eða því síður
meira. Þó eiga allar mentaðar þjóðir, sem eg þekki,
stórar bækur, sem eingöngu kenna mönnum að
fara með hesta, einkum í tamningu, sem og í
öðrum atriðum, smáum sem stórum. En vjer, sem sjálf-
8agt höfum þessara bóka fremur þörf en aðrar þjóðir,
eigum ekki, það eg veit til, nokkurt orð skrifað og því
síður prentað, er gefi mönnum bendingar í þá átt. Hin
fróðlega ritgjörð — sú eiua er eg hefi sjeð um hesta —
eptir amtmann Ó. Stephensen, í 8. árg. fjelagsritanna
gömlu, minnist lítið sem ekkert á tamningu hesta. Eg
er líka sannfærður um að hestar vorir líða opt fyrir
óskynsamlega meðferð, eins og eg er líka sannfærður
um, að það kæmi sjaldnar fyrir, ef vakin væri eptir-
tekt manna á því, sem betur mætti fara.
Það eru mjög mörg góð hestefni til hjer á landi,
og gætu þó verið miklu fleiri, ef nokkuð væri gert veru-
legt til að bæta kyn hesta, en aptur eru tiltölulega
fáir hestar, sem geta heitið góðir reiðhestar, og eru
margar ástæður til þess. Það er farið of illa með
hryssurnar um meðgöngutímann, þær eiga of ungar
folöld margar hverjar, stóðhestar of margir og ekki
valdir, trippi ekki alin nógu vel upp og því þola þau