Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 134
180
við hana múlbeizli, sem er að mörgu leyti hentugra en
mjelabeizli. Hesturinn er að upplaginu til geðlipur, og
eitt hið námfúsasta dýr og bezta til að taka á móti tilsögn, er
menn hafa undir höndum, að hundinum undanskildum, svo
það verður seint um of brýnt fyrir mönnum að hafa vakandi
áhuga á því, að hesturinn missi ekki af þessum góðu eiginleg-
leikum fyrir illa og óþýða meðferð. Það er ekki hægt
að teyma ótemju eins lipurt ríðandi eins og gangandi, og ef
haft er mjelbeizli, er hætt við að tryppið sje meitt og
máske sært neðan á kjálkunum, þar sem það er að öllu
óvant við alla áreynzlu á þeim stað. Það eru líka
mörg dæmi til að sigg finnist neðan á kjálkum á hest-
um, og kemr það ekki af öðru en óþýðri meferð, þegar
við haft er mjelabeizli, og er þá tilfinningin mjög deyfð
í kjálkunum og tungunni, og ef til vill alveg farin.
Þegar svo er komið, er góð tamning ömöguleg, því
að þegar sú tilfinning er orðin deyfð, lætur hesturinn
ekki nógu lipurt að beizlinu. Með þolinmæði og lipurð
verður því að reyna að fá liestinn til að hlýða sjer, en
aldrei með óþolinmæði kippa í tauminn eða fara illa
með skepnuna í reiði, er gerir hana þráa og bald-
stýruga.
Þegar ótemjan er orðin liðug að teymast bæði með
hliðinni og á eptir ganganda manni, má fara að teyma
hana ríðandi, og er þá gott að venja hana við að teyma
hana með reiðveri, áður en fara á að koma henni á bak.
Yfir höfuð ætti ætíð að teyma ótemjur mikið, áður en farið
er að ríða þeim, og smávenja þær við að sveigja þær
og beygja hálsinn, bæði upp og niður og til hliðanna.
Bezt er sera fyrst að reyna að fá þær til að vera
liðugar í hálsinum og fá rjettan höfuðburð. Það ljettir
líka mjög fyrir tamningunni og er eitt af aðalskilyrð-
unum fyrir því, að hún geti orðið góð.