Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 135
181
Alment hafa menn hjer ekki tækifæri til að vera
vel að sjer í byggingar- og hreyfingarfræði hestsins, og
geta því ekki með ástæðum vitað, hvernig hesturinn
eigi að bera sig, til þess að hreyfingarnar verði sem
liprastar, frjálslegastar og þó um leið bæði manninum
og hestinum sem þægilegastar.
í hestinum eru 18 brjóstliðir fram að hálsinum og
6 mjóhryggsliðir. Vísindaleg reynzla og eptirtekt hefur
fundið, að burðarafl hestsins er mest í þessum liðum,
eða þeim 12—13. Á öllum eða flestum ótemjum er
meira en helmingur af líkamsþunganum á framparti
þeirra, fyrir vanann að lúta eptir fæðunni. Aðal mark
og mið tamningarmannsins verður því að vera, að smá-
venja ótemjuna á að bera sig þannig, að Iíkamsþunganum
verði sem jafnast skipt á frampart og apturpart líkam-
ans. Verður því tamniugamaðurinn í fyrsta lagi að
smávenja ótemjuna á að bera höfuðið hátt. í byrjun
er þetta mjög erfitt með sum trippi; þau vilja fljótt
láta höfuðið síga og verður því smámsaman að hækka
höfuðið aptur með beizlinu og lialda stöðugt við, en þó
ekki fast. Þá verður einnig að varast að kippa höfðinu
snöggt upp, sem auðvitað meiðir skepnuna. Eptir því
sem ótemjan venst, fer hún að hafa minni löngun til
að láta höfuðið síga, og að lokum hættir hún því, af
því að hún fer að finna hið eðlilega og þægilega við það,
að líkamsþunganum sje sem jafnast skipt á fram- og
apturpartinn. Það er eðlileg afleiðing af því að bera
höfuðið hátt, að hryggurinn og lendin lækka ofurlítið,
og er þá nokkuð af þunga frampartsins komið á aptur-
partinn, og vil eg kalla það að halda hestinum í jafn-
vægi, sem af öllum, er til þekkja, er álitið mjög áríð-
anda.
Jafnframt því að fá hestinn til að bera höfuðið
9*