Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 136
132
hátt, þarf að fá hann til að vera beygjanlegan og lið-
ugan í apturpartinum. Til þess að fá mýkindi og lið-
ugar hreyfingar í apturpartinn, verður einkum að við-
hafa fæturna, sem mest geta hjálpað tamningarmann-
inum til að hafa áhrif á apturpartinn.
Eg hefi heyrt frá barnæsku það lastað sem ljótan
óvana, að „berja fótastokk11, sem kallað er, og er það
satt, sje það fastur vani, en þó eru fæturnir næst
höndunum hin öflugasta hjálp við tamninguna, sem
maðurinn hefur, til að láta ótemjuna hlýða vilja sínum.
Auðvitað er það mjög misjafnt, sem þarf að nota fæt-
urna, eptir því hvernig hesturinn er bygður, og svo
eptir því sera hann er skapi farinn.
Að venja hestinn við að framkvæma hreyfingarnar
frjálslega og liðiega fæst einkum með því, að halda þjett
við hann, en smástyðja fótunum að síðunum fyrir aptan
gjöxðina. Hesturinn vill þá risa upp að framan og
ganga fastara að með apturfæturna; fer þá að koma
ofurlítil beygja á liðamótin, mest um konungsnefin, sem
gerir hreyfingarnar mýkri og liðugri, og hestinn miklu
fríðari á velli. Fer hann þá að verða sraástígari á
apturfótunum, sem einnig gerir hann þægilegri ásetu
fyrir manninn. Af því að þungamiðja hestsins er nú
farin að færast til apturhlutans, finnur hesturinn að
hann má ekki fara mjög langt fram með apturfæturna,
til að geta haldið jafnvægi á líkamanum. Framfæturnir
takast þá lengra fram og djarflegar, maðurinn fer að
finna að hreyflngarnar verða liðugri og frjálsari, því að
framfæturnir fara að eiga hægra með að bera undan
spyrniafli apturfótanna.
Þeir sem hafa veitt hestinum nokkra eptirtekt frá
folaldsaldri til fullorðinsáranna, munu hafa tekið eptir
því, að folöldin í fyrstu eru mjög reist að framan, en