Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 138
184
eannað, að hin minsta beyging þar, er miklu betri en
þó allur hálsinn sje sveigður út á hliðina. Hestur, sem
þannig lætur að stjórn mannsins, hlýtur ávalt að verða
stirður í hálsinum. Það er mjög erfitt að fá hest, sem
hefur digran háls alveg fram að höfði, til að vera liðugan
í hálsinum. Þegar þarf að víkja þannig sköpuðum
hesti til hliðar, og fá sveigjuna einkum í fremstu lið-
unum, gerir hann það ekki, því kjálkaröðin rekst þá í
hálsvöðvana, svo skepnan kennir til og sveigir heldur
allan hálsinn. Tamningarmaðurinn verður því opt og
iðulega að standa framan við hestinn og taka höfuðið
með höndunum og beygja það til hliðar, fyrst lítið, en
svo meira, eptir því sem þetta er gert optar. Hálsvöðv-
arnir fara þá að laga sig eptir þrýstingnum af kjálka-
röðinni, og manninum verður hægt að víkja hestinum
við fljótlega án þess að hann sveigi allan hálsinn. Hest-
urinn ber höfuðið rjett þegar hann reisir sig vel að
framan, og beygir höfuðið svo mikið inn undir sig í
hnakkaliðnum, eða að minsta kosti í fremstu liðunum,
að ennið standi lóðrjett upp og niður. Með hinni mestu
elju og þolinmæði verður tamningarmaðurinn að keppa
að því takmarki, að venja hestinn í tamningunni á að
bera höfuðið sem næst þessu, og er bezt, eins og áður
er sagt, að byrja að beygja hann á allar hliðar í háls-
inum löngu áður en farið er að koma honum á bak.
Full erfitt veitir með margar ótemjur að fá þær til að
vera liðugar í hálsinum þó það sje byrjað í tíma að
venja þær á það, en fáist hinn rjetti höfuðburður, er
eitt hið helzta skilyrði fengið fyrir því, að hesturinn
geti fundið og skilið vilja mannsins, og framkvæmt það,
sem af honum má heimta og honum er meðskapað að
geta Ijettilega og lipurt og manninum þægilega. Hinn
rjetti höfuðburður er það, sem gerir það að ríða góðum