Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 139
135
hesti að skemtun, eða rjettara sagt, að verulegri lífs-
nautn. Þá hefur maður hina þægilegu tilflnningu í
hendinni, að hesturinn eins og styðji höfuðið ofurlítíð
við beizlið, án þess að vilja lækka höfuðið, eða því síð-
ur leggjast í taumana. Þessi stuðningur á beizlið, er
það sem gerir tilfinningarnar eins og sameiginlegar hjá
góðum reiðmanni og vel tömdum hesti. Vilji mannsins
er þá á augabragði kominn úr hendinni gegnum beizlið
tíl hestins.
Sumum ótemjum hættir við að hringa makkann um
of, og eetja höfuðið alveg að brjóstinu. Þetta er slæm-
ur óvani, og opt erfitt að fá hann aflagðan. ótemjurnar
bera þá höfuðið of lágt, og með því að setja höfuðið
inn í bringuna verður erfitt að ná nokkru verulegu
valdi yfir þoim með beizliuu. Aðalráðið við þessu er
að hafa taumhaldið frá byrjun vel stöðugt, hafa hend-
ina, sem heldur taumunum, máttlitla, og verður húu við
það eins og hálf þung fyrir hestinn, ef honum verður
að taka í beizlið. Verður svo með fótunum að fá hest-
inn til að fara sporhratt; vill hann þá vanalega lypta
höfðiuu upp og taka nokkuð í tauminn, en fellir sig
illa við þeuna hálfstirða þunga af hendinni, og vill
kippa taumunum tii sín, og fer þannig að smávenjast
við að styðja sig á beizlið.
Það er opt talað um að þessar og þessar beizlis-
stengur sje góðar, og aptur, að ekki sje hægt að láta
hestinn framkvæma það, sem af honum megi heimta, af
því að stengurnar sje svo slæmar. Það er óneitanlegt,
að mikið ríður á því að hafa gott beizli, en betra er að
hafa heldur litlar stengur, en alt of stórar. Það er
hætt við að stórar stengur verði raisbrúkaðar af því að
hægt er að hafa mikinn krapt á þeim, og því mjqg
hægt að meiða hestinn með þeim neðan á kjálkanum,