Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 140
136
og jafnvel særa hann. Sannreynt er og, að sá sem er
góður reiðmaður, þarf ekki stórar stengur til að temía
vel, heldur er það fremur einkenni á góðum tamning-
armanni, að það lítur út fyrir að hann hafi mjög líið
fyrir að venja hestinn vel.
Það er ekki óvanalegt að menn álíti sig mikla
garpa sem reiðmenn, og því minna sem þeir vita í þeitri
grein, því færari telja þeir sig. Sú list að vera góður
reiðmaður er engan veginn svo Ijett sem margur hygg-
ur; er hún í því falin að samrýma vilja hestsins og
mannsins, svo ólíkir sem þeir eru. Beztu hestamenn
telja og að þessi íþrótt verði aldrei fullnumin, því að
hver nýr hestur, er maður temur, lætur manninn finna
eitthvað nýtt, það er að segja, þann sem er sannur
reiðmaður, og þess vegna fljótur að finna muninn. Það
er því eðlilegt að mjög fáir geti verið góðir tamningar-
menn, því að til þess heyrir að maðurinn hafi mikla hæfi-
legleika, bæði andlega og líkamlega.
Til þess að hesturinn geti tekið skjótum framför-
um í tamningunni og fengið góðan vana, þarf tamning-
armaðurinn í fyrsta lagi að vera heilsugóður og vel
skapaður sjálfur, því annars getur hann ekki setið hest-
inn rjett og fallega, sem kallað er. Að sitja hestinn
rjett, er ein af grundvallarreglunum fyrir góðri tamn-
ingu. Veikbygður maður þolir heldur ekki hinar fljótu,
sterku, og stundum ómjúku hreyfingar ótemjunnar.
í öðru lagi þarf tamningarmaðurinn að vera „gef-
inn fyrir hesta“, og honum verður að þykja vænt um þá,
því sje hann ætíð góður við ótemjuna, og sýni henni
alla nærgætni, mun hún fljótt bera traust til hans, og
framkvæma með gleði og ánægju það er af heuni þarf
að heimta. Tamningarmaður, sem þykir vænt um hesta,
heimtar ekki af þeim meira en þeir eru færir um.