Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 141
137
Þá er þolinmæðin hæfilegleiki, sem tamningarmað-
urinn þarf opt mikillega að halda á. Með þolinmæði
og lipurri aðferð, er hægt að temja hvert óskemt trippi
vel. Sje hann þar á móti óþolinmóður og taki til hests-
ins í bræði, er góð tamning ef til vill ómöguleg, og
hesturinn gerður að viljalausu og leiðinlegu verkfæri.
Sje alls einu sinni beitt harðneskju við hestinn í reiði
eða bræði, tefur það mjög fyrir góðri tamningu, því að
hann man lengi þá meðferð.
Einnig þarf tamningarmaðurinn að vera eptirtekt-
arsamur, og hafa hugann við það, sem hann er að gera,
svo hann veiti eptirtekt hinum margbreyttu hreyfing-
um hestsins, ogsje jafnan viðbúinn að koma í veg fyr-
ir hið óeðlilega og óþæga í hreyfingum hans.
Enn fremur verður að hafa úthald og seiglu til að
bera, og hafa löngun til að temja hesta. Án þolinmæði,
eptirtektar, ástundunar, og úthalds, er ekki að búast
við góðri tamningu, þó það sje misjafnt sem á hæfileg-
leikana reynir, eptir því hvernig hesturinn er bygður
og skapi farinn, sem er eitt af því marga, er tamningar-
maðurinn þarf að þekkja og veita eptirtekt.
Tamningarmaðurinn þarf að vera hugaður, einbeitt-
ur og fljótur til úrræða og framkvæmda. Ef hann er
þessum hæfilegleikum búinn og nokkurri kunnáttu, get-
ur hann búizt við að hafa hestinn á valdi sínu og látið
hann smám saman framkvæma það, sem með skynsenii
verður af honum heimtað, eins og líka maðurinn kemst
hjá margri hindrun í þessari grein, sem hræðsla, efi og
ráðaleysi gætu leitt hann í.
Þá er áríðanda að tamningarmaðurinn hafi rjettlætis-
tilfinningu til að bera, til að launa hlýðnina, en hegna
óhlýðninni. Hann er húsbóndi og stjórnari hestsins, og
hin tilfinningarnæroa og eptirlektasama skepna gerir