Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 142
188
fljótt glöggan greinarmun á góðu og iilu. Hestur-
inn þarfnast góðrar meðferðar og viðurkenningar, þeg-
ar hanu hefur framkvæmt það, sem af honum er heimt-
að, eins og hann þolir verðskuldaða hirtingu, þegar
hann ekki hlýðir skynsamlegum vilja mannsins. Það
sjest glögglega, að svona löguð tilfinning er hjá hest-
inum, ef illa er farið með hann; þá mun hann beita
þráa, eða ef hann er kjarkmikiil, beinlínis óþægð.
Hlýðni hestsins verður ætíð að vera launuð með góðri
meðferð, en sýni hann óhlýðni á einhvern hátt, verður
hegningin sjálfsagt að koma samstundis. Einnig riður
á að hætta fljótt þegar hesturinn slakar til, en ekki
halda áfram að lúskra honum í bræði, sem eðlilega
kemur inn hjá honum þráa.
Sje tamningarmaðurinn ætíð stranglega rjettlátur
við hestinn, venst hann fljótt á undirgefni og hlýðni,
og jafnframt hlýðninni lærir hann að bera traust til
mannsins, þegar hann verður aldrei var við, að það sje
af sjer heimtað, er hann er eigi fær um. Ðjarflega og
rólega fer hann það, sem húsbóndi hans vill, þó honum
sýnist hætta á ferðum, í vissri von um að slíkt sje
ekki í hugsunarleysi af sjer heimtað. Góður reiðmaður
varast líka ætíð að ætla hesti sínum það, sem getur
verið hættulegt fyrir hann, nema veruleg nauðsyn sje
til þess, því hann veit, hve áríðanda það er, að koma
því inn hjá hestinum, að hann beri traust til sín og
velvild.
Að sitja hestinn rjett er eitt af því sem mikil á-
herzla er lögð á af reiðmönnum. Verður að sitja þann-
ig i hnakknum, að maðurinn geti sem bezt fylgt hreyf-
ingum hestsins, án þess að missa jafnvægið, og þar með
frjálsa notkun handa og fóta, er hann þaif hvorttveggja
með til að stjóma hestinum. Ef maðuiinn er ekki stöð-