Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 143
139
ngur og jafnframt liðugur á heatinum, getur hann ekki
ejeð um að hesturinn sje í jafnvægi, og viðhafi frjáls-
legar hreyfingar.
Maðurinn á að sitja vel upprjettur á hestinum, en
þó ekki fattur, eigi heldur lúta, því að þá hættir honum
við að verða boginn í herðunum. Heldur skal setja axl-
irnar ofurlítið aptur og brjóstið fram, því að það er mann-
inum hollast; hafa handleggina þjett niður með síðun-
um, og beygja þá um olnbogana. Það er framhand-
legguriun og hendin með úlfliðnum, sem einkum á að
hreyfast, enda nægir það góðum reiðmanni við stjórn-
un hestsins. Lærin eiga að vera þjett niður með hest-
inum og fæturnir ekki að hreyfast nema upp að hnján-
um. Auðvitað má maðurinn þó ekki vera ósveigjanleg-
tur, eða eins og staur á hestinum, heldur laga sig eptir
hinum ýmsu hreyfingum hans, sem geta orsakast af
mismunandi landslagi og fleira. Fóturinn í ístaðinu á
að beygjast þannig, að hællinn verði neðar en táin, og
táin vísi ofurlítið út. Það á að vera svo stutt í ístöðun-
um, að þegar staðið er upp í hnakknum, og fóturinn er
lárjettur í ístaðinu, þá sje þverhandar bil frá hnakknum
og upp í klofið.
Sætið er þá fyrst hentugt og þægilegt bæði fyrir
hest og manu, þegar það er í sameiningu stöðugt, liðugt
og frjálslegt. Öll tamning er ómöguleg ef maðurinn er
ekki stöðugur, en þó um leið liðugur á hestinum; þá
fyrst geta hreyfingar hans orðið reglulegar, frjálslegar
og liðugar, því eptir hreyfingum hans lagar hesturinn
hreyfingar sínar. Hnakkurinn verður ennfremur að leggj-
ast rjett á. Framar má lianu ekki vera en svo, að
fremri brún hans sje laus við afturröðina á bógunum,
svo hnakkurinn hindri ekki frjálsa hreyfingu þeirra.
Einnig þarf að veita því eptirtekt, að ekki sje brett upp á