Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 144
140
neðri raðirnar á undirdýnunni, og ef eitthvað er haft
undir hnakknum, að það liggi sljett, því alt slíkt getur
auðvitað meitt hestinn, en unglingar og óaðgætnir leggja
opt á, og veita þesssu ekki eptirtekt. öjörðina skal
gyrða nokkuð þjett, svo hnakkurinn sje sem stöðugastur.
Reiðinn ætti aptur á móti aldrei að vera hafður mjög
stríður, sem getur haft slæmar afleiðingar sje hann að
jafnaði hafður það, svo sem að hesturinn særist undir
taglinu, eða venjist á að slá í kring nm sig með þvi.
Sá óvani kemur þó sjaldan fyrir nema á fjörmiklum og
tilflnningarnæmum hestum, en getur einnig komið af
fleirum orsökum, t. d. ef hestinum er haldið mjög í ríg,
og hann er þvingaður til að fara hægt, en ekki við og
við lofað að hlaupa sprett, sem að eins gerir hestinn
rólegri, ef það er gert með gætni, sem líka ríður á, ef
hann er skapmikill. Hin þriðja orsök til þessa getur einn-
ig verið sú, að maðurinn klemmi fæturna fast að síð-
unum á honum, en það kitlar hann, og venur hann á
að berja sig utan með taglinu til að reyna að losa sig
við þessi óþægindi.
Þegar fyrst á að koma ótemju á bak, er bezt að
fara upp með vinstri hliðinni, enda mun það flestum
tamara; þó ætti hver maður þegar fram í sækir, að
venja bæði sjálfan sig og hestinn á að fara á bak við
báðar hliðar. Aldrei ætti að fara á bak á ótemju fyr
en búið er að gera hana svo rólega, og hún búin að
fá það traust til mannsins, að hún stendur alveg kyr á
meðan á bak er farið. Auðvitað getur þetta kostað
nokkra fyrirhöfn, en það er tilviunanda. E>ó maður
skoði það ekki sem hættu að fara á bak ótemju, sem
er mjög æst og óróleg — sem það getur þó verið —,
þá er það að minsta kosti ekki til að stæra sig af
eða hafa gaman af, að hesturinn sýni þessi svokölluðu