Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 146
Um járning á hestum.
Eptir Sveinbjörn ólafsson.
Að járna hesta er verk, sem margir hafa allmikia
æfingu í, en er samt víða mjög illa gert. Það þarf að
gæta að fleiru en því, að negla skeifuna svo að hún
tolli vel undir hófnum, og að reka ekki í blóð. Það
lítur samt opt svo út, að þetta tvent sje hið eina, sem
haft er í huga við það verk.
Það er vani margra að tálga hælana meira en
tána. Opt er líka hóftungan tálguð. Stundum er skeif-
an of lítil, eða of kröpp. Vanalega er hún látin sitja
undir meðan hún toiiir, en ekki járnað upp hvað fram-
genginn sem hófurinn er. En alt þetta er skaðlegt, og
getur gert hestinn fótaveikan.
Vanalega er einu nafni nefndur hófur, það sem
sjerstökum nöfnum nefnist hófveggur, sóli og hóftunga.
Hófveggurinn er hringmyndaður, og hjer um bil helm-
ingi hærri í tánni en hælunum. (Jeislar ganga úr hon-
um að aptan og innan, sem stefna að miðju sólans, og
eru þeir kallaðir hornstyttur. Hófveggurinn er þykk-
astur í tána, en smáþynnist aptur, og er þynstur
framan við hornstytturnar, en hælarnir eru jafnþykkir
tánni. Innanfótar er hann lítið eitt þynnri en utan-
fótar. En svo hefur hann sömu þykt neðan frá upp-
eptir. Þykt hófveggsins sjest þegar hófurinn er tálg-