Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 147
148
aður, á hvítleitri rák, sem myndast þar sem sólinn
kemur saman við hann. Hún er kölluð saumlína eða
naglalína. Sólinn fyllir út í hófvegginn að neðan, en
hóftungan fyllir rúmið milli hælanna og hornstyttanna,
og gengur eins og fleigur fram í sólann. Þegar hófur-
inn er óskemdur og vel vaxinn, er hóftungan stór,
og sólinn kúpumyndaður (það er hvylft upp í hann að
neðan). Breidd framhófsins er þá lítið eitt meiri en
lengd hans, þegar mælt er frá tá á línu milli hælanna;
en breidd apturhófsins er jöfn lengd hans. Apturhófur-
inn er vanalega minni og brattari, hefur kúptari
sóla og mjórri tá, en hlutfallslega meiri breidd milli
hæla.
Þegar hesturinn stígur fast niður, kemur þrýsting
á hóftunguna, og hælarnir sveigjast út. Sólinn lætur
undan hófbeininu, sem gengur niður í hófvegginn, þeg-
ar fast er stigið á fótinn. Yið það minkar kúpa hans,
hann verður stærri ummáls og spennir út hófinn. Svo
gera hornstytturnar sitt til að spenna hófinn út að apt-
an, þegar á fótinn er stigið. Þegar hestum er riðið
hart á grjóti, er það ekki lítið högg, sem fæturnir fá,
enda kveinka sjer margir við því. En sje hóftungan
stór, hófurinn ekki of vaxinn, og að öðru gallalaus,
dregur það mikið úr högginu, að hóftungan tekur að
nokkru á móti því, og að hófurinn spennist út að apt-
an og sólinn lætur undan.
Eptir því sem lengra dregur frá hófhvarfinu, verð-
ur hornið í hófveggnum þurrara og harðara, og lætur
minna undan. Það er því ilt hestinum að hófarnir
vaxi mikið; þeir spennast þá minna, eða jafnvel ekkert.
Eptir því sem hófurinn vex meira og hælarnir eru lægri
í hlutfalli við tána, reynir meira á aflsinarnar aptan á
fætinum. Það geta orðið svo mikil brögð að þeirri á-