Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 148
144
reynslu á sinarnar, að hesturinn bíði þess aldrei bætur.
Hælarnir geta líka skemst á því, að vera tálgaðir
meira en táin. Þeir verða þá að bera meira þunga en
þeim annars er ætlaður, og þola hann því ver, sem þeir
eru meira tálgaðir. Hinn nátturlegi balli bófsins ætti
aldrei að raskast.
Þegar hesturinn hefur gengið járnalaus, þarf vana-
lega að tálga jafn mikið undan bælum og tá. En þeg-
ar hann hefur gengið á járnum, þarf optast að tálga
tána meira, því að hælarnir slitna á skeifunni en táin
ekki.
Að gefa fastar reglur fyrir því, hvað mikið skuli
tálga af hófnum, er ekki hægt, því þar verður ekki
farið eptir neinu vissu máli. Það verður að fara eptir
sjón, og er þá góður leiðarvísir að athuga vel galla-
lausa hófa, sem slitnað hafa svo mikið, að ekki þykir
fært meira, til þess þeir verði vel og traustlega járn-
aðir. Það er betra að tálga hóflnn heldur mikið en
lítið, því hann á fyrir sjer að vaxa. Skeifan gerir
hann líka hærri, og eykur því áreynsluna á aflsinarnar
aptan á fætinum, en því minni er sú áreynsla, sem
meira er tálgað, samt með því móti, að hælarnir sje
ekki gerðir of lágir í hlutfalli við tána. Þess þarf þó
að gæta, að tálga ekki ofmikið. Hófinn verður að tálga
óundinn og sem allra sljettastan, og er það bæði fljót-
legra og hægra með hófjárni en hníf. En þess þarf
ekki síður að gæta við hófjárnið en hnífinn, að særa
ekki hóftunguna. Ystu brún hófsins er gott að gera
lítið eitt ávala með raspi eða þjöl, því skelin utan á
hófveggnum getur sprungið, ef hún hún hvílir á skeif-
unni.
Það kemur stundum fyrir, einkum á gömlum hest-
um, að lítil eða engin hvylft er upp í sólann (sljettur