Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 149
146
liófnr), og stundum tekur hann jafnvel lengra niður en
hófveggurinn; verður þá að gæta þess, að þynna sólann
ekki ofmikið. Það þykir ekki fært að tálga hann meira
en svo, að hann láfci lítið eitt undan, þegar fast er stutt
á hann með þumalfingri. Eg hef þekt gamlau reiðhest,
sem búinn var að fá svo sljetta hófa, að þeir urða ekki
tálgaðir nægilega mikið undir járningu, því sólinn hefði
þá orðið of þunnur. En svo var hesturinn ekki járnað-
ur heilan vetur, og löguðust hófarnir svo mikið við það,
að sólinn fjekk sína eðlilegu hvylft.1
Hóftunguua er skaðlegt að tálga. Því stærri sem
hún er, því betri er hún og hæfari til þess, sem hún
er ætluð, að draga úr högginu og halda út hófnum að
aptan; endu er það optast einkenni á fótaveikum hest-
ura, að þeir hefa apturmjóa hófa og rýrar hóftungur.
Sje hóftungan opt tálguð, þornar hún smámsaman upp
og skorpnar og getur tekið í sig sprungur svo djúpar,
að þær nái iun í kviku, einkum ef hesturinn gengur á
þurlendi. Margir tálga hóftunguna til þess að steinar
ekki festi sig í hófnum, því það kemur fyrir, og gerir
stundum hestinn haltan. Það er lífcils virði að fara af
baki og losa steininn, en of dýru verði keypt, að eyði-
leggja hóftunguna með því að tálga hana.
Að hafa járn undir hestum, er að vísu nauðsynlegt,
en meðfram gera þau samt hestinum altaf ilt. Höggið
verður meira, sem fóturinn fær, þegar liesturinn stígur
hart niður, af því hóftungan nýtur sín ver vegna skeif-
unnar, svo hún tekur minna úr högginu og spennir hóf-
Það er annars nauðsynlegt, að liafa ekki járn uudir hestum
að ðjiöríu, heldur Iáta þá ganga járnalausa þegar fært er, því verst
fara þeir hðfar, sem aitaf eru á járnum, og eru mörg dæmi þess,
að hófarnir haía lagast og hestum batnað fótaveiki við það, að
ganga járnalausir.
Bauaöarrit VHI.
10