Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 150
146
inn minna út. Svo spennist hann minna út vegna þess,
að skeifan er negld föst, einkum ef hælnaglarnir eru
aptarlega. Hann spennist því minna sem hann vex
meira; hann slitnar ekki að sama skapi og hann vex,
eins og ójárnaður hófur. Það veitir því ekki af að var-
ast alt hið illa við járninguna, sem hægt er.
Skeifuna verður að laga nákvæmlega eptir hófiium,
þannig að hún fylgi efri brún hans að framan og aptur
með hliðunum, þangað til þær fara að dragast að sjer,
þaðan aptur á hælana á hún að standa út af, mest apt-
ast; þar má það ekki vera minna en ein lína hvoru
megin. Er það til þess að ytri brún hófsins taki ekki
út fyrir skeifuna, þegar hann gliðnar við það, að á
hann er stigið. Margir hafa víst tekið eptir því á
hestum, sem lengi hafa gengið á sömu járnunum, að
skeifuhælarnir hafa verið eins og grópaðir upp í hófinn.
Kemur það til af því, að skeifan hefur verið of kröpp.
Á likan hátt fer það, ef skeifan nær ekki vel aptur á
hælana (ef hún er of stutt), og er það engu betra.
Hvorttveggja getur marið fótinn og skemt liófinn. Líkt
er um of mjóa skeifuhæla, því þegar þeir standa út af
hófröndinni, eins og þeir eiga að gera, nær innri brún
þeirra svo skamt inn á hornstytturnar; en við það geta
þær skemst og marist undir.
Breidd skeifuunar er rjett að haga eptir því, hvern-
ig vegur það er, sem hesturinn á að ganga á. Skapt-
fellingar hafa breiðastar skeifur, að því er mjer er kunn-
ugt: enda er þar víða mjög grýtt. Svo breiðar hef eg
sjeð þær, að þær hafa liulið allan sólann. Er þá ekki
annað óþakið af hófnum að neðan, en hóf'tungan. Þeg-
ar skeifan er mjó getur opt komið fyrir, þar sem grýtt
er, að hesturinn stígi á stein, sem gengur upp milli
skeifuarmanna. Kemur þá þrýstingin öll á sólann, og