Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 151
147
þegar þess er gætt, að miðja hans er vanalega ekki
þykkri en */* þumlungs, og hófbeinið gengur þar lengst
niður, er ekki að furða þó hesturinn kveinki sjer við
því, hversu hraustur sem hann annars er í fótunum.
Þar sem grýtt er, geta því breiðar skeifur verið nauðsyn-
legar. Fn þær hafa þá ókosti, að þær verða hálli við
slitið, og hófurinn fúnar meira undir þeim. Það ætti
því ekki að hafa þær breiðar að óþörfu. Vetrarjárn
ættu síst að vera breið. Þá er þess minni þörf, og hóf-
urinn fúnar mest undir járnunum í húsinu, og því meira,
sem þau eru breiðari
Vandlega verður að fella skeifuna við hófinn, því
falli hún ekki alstaðar við, getur hesturinn haft þving-
un af því, og þeir hlutar hófsins, sem taka niður á
skeifuna, skemst af of mikilli þrýstingu. Ekki bætir
það úr, þó skeifan sje dregin að með nöglunum, því þá
hlýtur það að vera hófurinn, sem gefur eptir, og þving-
ar það hestinn. Verst er þó ef loptar undir hælana,
því þá margfaldast höggið, sem þeir fá, vegna stæling-
ar járnsins. Vanalega eru þeir líka veikastir fyrir og
hættast við skemdum. Það er samt nauðsynlegt að
láta innri brún skeifunnar ekki falla fast að sólanum,
enkum sje skeifan breið, svo hún sje því ekki til fyrir-
stöðu, að hann geti látið undan hófbeininu.
Ekki mega götin á skeifunni vera innar en svo,
að naglarnir komi í ytri brún saumlínunnar. Mega
þeir þá koma allofarlega út, og geta því haft eins gott
hald, eða jafiivel betra, en ef þeir eru reknir innar.
Sjeu þeir reknir innar, fara þeir í sólann. Þá getur
hesturinn haft þvingun af þeim, því þá liggja þeir
undir kvikunni. Þá er líka hættara við að blóðjárnist.
Hælgöt skeifunnar eiga að vera lítið aptar en um
miðja lengd hennar. Hófurinn spennist því minna út,
10*