Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 152
148
sem hælnaglarnir eru aptar. Ekki er gott að hafa
þykka nagla. Þeim er hætt við að skemma hóflnn og
þvinga hestinn. Betra að hafa þá fleiri. Hinar út-
lendu fjaðrir, sem fluzt hafa hingað til lands í seinni
tíð, eru ágætar. Ekki má hnykkja naglana of fast.
Það kemur fyrir að hestar verða haltir af því. Og
svo má hnykkja fast naglana, að skeifan bogni og
lopti undir hælana; en það má ekki eiga sjer stað.
Pegar þykkir eða stælnir naglar eru hnyktir niður,
geta þeir bognað inn á við í hófnum og gert hestinn
draghaltan, þótt hann finni ekkert til áður en hnykt
er. Sje járnað með slíkum nöglum, er bezt að hnykkja
þá upp. Þegar naglarnir eru þunnir og deigir, eins
og þeir eiga að vera, er sjálfsagt að hnykkja þá niður.
Því styttri sem hnykkingin er, því sterkari er hún
og rjettist síður upp. En á upprjettum hnykkingum
rífa hestar sig opt.
Alltítt er að reiðhestar eru skaflajárnaðir bæði sum
ar og vetur. Á sumrum ætti það alls ekki að vera,
nema þá litlar körtur, því annars raskast halli hófsins,
þegar hesturinn geugur á grjóti, sem víða er. Það er
honum óþægilegt og getur valdið fótaveiki, ef það er
tíl lengdar. Á vetrum verður ekki komizt hjá að hafa
nokkuð háa skafla; en opt eru þeir hærri en þörf er á.
Það or mest vert að þeir sje hvassir. Á skaflajárn-
um er gott að hafa íshögg á tánui, svo halli hófsins
raskist sem minst. Það kemur sjer líka vel þegar
farið er upp eptir bröttu svelli.1
*) ÓJtægilegt or BkaflajArnuðum heBtum — og raunar öllum
hestum — að standa í húBum, sem flðruð eru með grjóti. Að því
leyti eru flórlaus hesthÚB betri, að halli hófsins raskast þá ekki,
og þau eru mýkri við fótinn. En að því leyti verri, að það mynd-
ast vanalega meiri stækja í þeim; en hún feyir hófana og spillir