Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 153
149
Hið nauðaynleg&sta, sem hafa þarf í huga við járn-
ing á hestum, tek eg hjer upp aptur í fám orðum.
1. Að tálga hófinn sijettan og óundinn. Tálga hann
heldur mikið en litíð, og gæta þess vel, að raska
ekki liinum náttúrlega halla.
2. Tálga ekki hþftunguna hversu stór sem hún er. /ö
3. Hafa skeifuna nógu stóra og hælbreiða. Látahana
falla vel, en þó svo að innri brúnin lopti frá sól-
anum. Hafa götin ekki of innarlega nje hælgötin
of aptarlega.
4. Hafa ekki mjög háa skafla, einkum ef ekki er ís-
högg á tánni, og sumarskafla að eins litlar körtur
eða enga.
5. Hnykkja ekki svo fast, að hesturinn heltist eða
skeifan bogni.
6. Að járna nógu opt.
Þegar hófarnir eru skakkir, eða á einhvern hátt
gailaðir, verður opt að breyta út af sumum þessum
reglum, og haga járningunni eptir því hvað að er.
Með því má stundum laga gallana, eða draga úr þeim.
Sje hófurinn t. d. snúinn út, lagast hann stundum með
því að hafa utanfótarhælinn þunnan eða engan, en
innanfótarhælinn þykkan. Sjeu liælarnir of lágir, má
hafa hælaþykka skeifu. Sje hófurinn of brattur, má
hafa skoifuna þykkri í tána; en þó þvi að eins, að
aflsinarnar aptan á fætinum sje óveiklaðar.
Það kemur fyrir, að hestar stíga með apturfætin-
um upp á hófhvarfið aptan á framfætinum. Það getur
komið af því, að hælar framfótanna sje of lágir, og
fótaburðurinn (framfótanna) því of seinn í hlutfalli við
loptinu. Sje heathúsunum haldið vel purrum, sem er mjög nauð-
synlegt, oru þau miklu botri íiórlaus, einkum fyrir skaflajárnaða
hesta.