Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 154
160
apturfæturna. Þá er betra að hafa hælaþykkar skeif-
ur undir framfótum.
Sumir hestar bera svo náið framfæturnar, að þeir
„slá Big“. Þegar orsökin er sú, að fæturnir eru bogn-
jír, er betra að hafa misþykkar skeifur. Þegar fótlegg-
urinn er boginn út (hjólfættur), á upjíanfótarhællinn að
vera þykkri, en sje hann boginn inn, á innanfótarhæll-
inn að vera þykkri.
Það kemur fyrir, að hestar hafa klaufarhófa. Klauf-
in er optast í tánni, eða aptur undir hæl. Hún getur
náð upp í hófhvarf og í gegnum hófvegginn. Orsökin
getur verið sú, að hófhvarfið hafi veikzt eða meiðst á
einhvern hátt. En þó þau meiðsl grói, helzt klaufin
vanalega við. Hófurinn spennist út þegar á hann er
stígið, og gerir það enn meira þegar hann er klofinn.
Yegna þeirrar hreyfingar klofnar hann upp við hóíhvarf-
ið jafnóðum og hann vex, þegar klaufin einusinni er
komin. Sje hófhvarfið heilbrigt, er mögulegt að losast
við klaufina, með því að halda hófnum sem bezt saman
meðan hún er að vaxa niður af; en til þess getur farið
hálft til heilt ár. Allan þann tíma verður hesturinn að
hafa sterka skeifu, sem vitanlega verður að járna upp
við og við. Þegar klaufin er í tánni, er betra að skeif-
an rísi dálítið upp að framan, svo hesturinn gangi sem
minst á sjálfri tánni. Ekki má reka nagla nálægt
klaufinni. Uppslög1 verða að vera á skeifunni, sitt livoru
megin klaufarinnar, til þess að halda hófunum saman.
Káðlegt er að binda saman klaufina þannig, að setja
*) Uppslögin eru teygð út úr rönd skeifunnar, og beygð upp
pannig, að pau falli utan að hðfveggnum. Þau verða að vera svo
sterk, að pau láti ekki undan hófnum, ekki minna en 1 lína á
pykkt niður við skeifuna. Þau eru vanalega höfð 1 þumlungur ú
breidd og */, til 3/4 þumlungs á hæð,