Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 155
151
göt þvert í gegnum barma hennar, draga þar í vír, og
snúa saman, eða reka þar þunna fjöður og hnykkja end-
ann. Á nokkrum stöðum fyrir neðan hófhvarfið er tal-
ið gott að brenna þvert yfir klaufina, hjer um bii í
gegnum hófvegginn, með þunnu 3/4 þumlungs breiðu
járni. Betra er að tálga brúnirnar á klaufinni að neð-
an, svo hún taki ekki niður á skeifuna. Ekki má brúka
hestinn meðan klaufin er að vaxa niður, og bezt að hann
hafi sem minsta hreyfingu. Betra er að hann gangi á vot-
Iendi.
Sje klaufin í hlið hófsins, er betra að hafa hring-
skeifu (hælarnir soðnir saman), og sje klaufin aptarlega,
að tálga hælinn svo mikið, að liann taki ekki niður á
skeifuna. Ef klaufin er fram undir miðjum hóf, eða
framar, verður að láta hælinn taka niður; en bezt er
að það sje að eins aptari hluti hans. Verður þá að
tálga út klaufina að neðan aptur eptir, og helst upp
undir hófhvarf, þannig að hún smámjókki upp. En
varast verður að særa hófhvarfið. Sterkt uppslag er
haft á skeifunni framan við klaufina. Að öðru leyti er
farið líkt með hana og klauf í tánni.
Þegar hornið í hófnum er svo stökh^ að það spring-
ur undan nöglunum, verða þeir að vera sem allra þynst-
ir. En eptir því sem naglarnir eru grennri, verða þeir
að vera íieiri, til þess að geta haldið skeifunni. Það
er talið gott að bika við og við stökkva hófa með volgri
og þunnri koltjöru.
Yanalega liafa hestar góða og gallalausa hófa fram
að þeim tíma, að farið er að járna þá. En úr því
breyta þeir lögun sinni smátt og smátt, einkum á hest-
um, sem stöðugt oru á járnum. Hælarnir ganga saman
og breiddin verður töluvert minni en lengdin. Það mun
naumast hægt að hindra það, að þeir breyti nokkuð lög-