Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 156
152
un siuni á þenna hátt með aldrinum, ef þeir eru á járn-
um sumar og vetur. En miklu getur það munað, hvort
járnað er vel eða illa, svo miklu, að eins árs ill járn-
ing getur skemt hann meira en tíu ára góð járning.
Það kemur að vísu opt fyrir um hesta, sem aldrei hafa
verið járnaðar, að þeir hafa snúna og á annan háttgall
aða hófa; en mjög sjaldan mun það koma fyrir um fol-
öld. Það liggur því næst að álykta svo, að gallarnir
komi af uppeldinu. Hófkyrkja er algeng í folöldum og
trippum, og getur hún vel verið orsökin. Aldrei kem-
ur hófkyrkja í folöld eða trippi, sem hafa mikinn gang.
Hún kemur af því, að hófarnir slitna ekki nóg. Þegar
hófurinn er orðinn mikið vaxinn, gliðnar hann ekki út
eins og honum er eðlilegt. Hann verður of þröngur,
svo sá hluti fótarins, sem hann hylur, getur ekki vax-
ið. Svo mikil getur hófkyrkjan orðið, að trippi horist
um hásumarið, og í húsinu, hversu vel sem því or geflð.
Hófkyrkjan er vanalega læknuð með þvi, að tálga í
suudur hófvegginn, svo að hanu geti látið undan, og
mun það optast duga, ef það er rækilega gert; en það
er opt dregið skaðlega lengi.
Bezt er að koma í veg fyrir að hófkyrkjan komi.
Það verður gert með því, að tálga hófana nógu opt,
líkt og undir járningu. Það þarf að gera bæði sumar
og vetur, þegar hófarnir slitna ekki að sama skapi og
þeir vaxa. Það er ekki hvað minst nauðsyn að gæta
þessa um folöld. Þegar þau standa inni, þarf að tálga
hófana á þriggja vikna fresti, bæði vegna hófkyrkjunn-
ar og þess, að aflsinarnar aptan á fótunum reynist ekki
of mikið fyrir ofvöxt hófsins.
Þegar hófar á folöldum eða trippum eru tálgaðir,
til þess að varna hófkyrkju og ofmikilli áreynslu á afl-
sinarnar aptan á fótunum, verður eins og áður er sagt,