Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 157
153
að tálga þá á sama hátt og þegar járnað er. Hve ill
áhrif það hefur á sinarnar og vöðvana, ekki sízt á ó-
þroskuðum skepnum, að þetta er ekki gert, má gera
sjer ljóst með því að hugsa sjer hvernig það mundi
manni, að ganga á hælalausum „klossum“, sem væru
þykkir að framau. Það verður seint nógsamlega brýnt
fyrir mönnum, hve skaðlegt það er, að láta hófinn vaxa
mikið, og að hafa bælana of lága í hlutfalli við tána.
Að tálga opt hófa á folöldum og trippum, hefur
líka þann kost, að þau venjast þá snemma á að láta
taka upp á sjor fæturna og fást við hófana, og verða
því með aldrinum þægari við járningu. En það er eng-
inn hægðarleikur að járna vel liesta, sem illa láta.
Við hesta, sem láta illa við járningu, hef eg vitað
það reynast vel, að binda upp á þeim fæturna. Við
framfæturna er farið þannig að, að reiptaglsenda er
bundið um fótinn fyrir neðan hófskegg, fóturinn tekinn
upp, og hinum endanum tvívafið um hestinn fyrir apt-
an herðatoppinu og hnýtt að. Apturfæturnir eru bundn-
ir í taglið. Þegar svo er bundið, að hesturinn nær
ekki niður fætinum, er hann vanur að spekjast eptir
nokkra stund. Líka aðferð mætti hafa við folöld og
trippi, ef þau eru óþæg að láta tálga sig. Þau venjast
líka bezt með þessu móti á að láta vel, ef þau ná ekki
niður fætinum, og vel er að þeim farið.